16.6.2023 | 21:59
Mao sagði að Bandaríski herinn væri "pappírstígrisdýr." "MAD" ("GAGA")
Á árunum 1945 til 1949 voru Bandaríkin eina kjarnorkuveldi heims og réðu árið 1948 yfir 40 kjarnorkusprengjum í ört stækkandi vopnabúri með slíkum sprengjum.
Þeir höfðu 1945 sýnt Stalín, að þeir hikuðu ekki við að beita slíkum vopnum, og í krafti þeirrar ógnar, sem það gaf, gátu þeir afvopnast mun meira í hefðbundna heraflanum en ella og hótað að varpa kjarnorkusprengjum sínum á sovéskar borgir, ef Stalín færi yfir strikið.
Í samræmi við það tók Stalín þá stefnu í deilunni um Berlín og fleiri núnningsfleti Kalda stríðsins að ganga af yfirvegum fram í að viðhalda heljartaki sínu á Austur-Ervópu en halda sig þó við samningana um stríðslokin.
Þegar grískir kommúnistar sóttu að ríkisstjórninni þar í landi, lyfti Stalín ekki litla fingri þeim til hjálpar á umsömdu bresku áhrifasvæði, og uppskar í staðinn það í Ungverjalandi, að Vesturveldin héldu herjum sínum til hlés þegar Ungverjar gerðu uppreisn, sem Rússar bældu miskunnarlaust niður.
Kóreustríðið 1950 til 1953 var fyrsta stríðið þar sem bæði Rússar og Bandaríkjamenn réðu yfir Kjarnorkuvopnum, en Kínverjar ekki, og spurningin var hvort Kanarnir myndu láta undan þrýstingi frá Douglas Mac Arthur yfirhershöfðingja um að beita þessum kjarnorkuvopnum gegn Kínverjum.
Niðurstaðan hjá Truman forseta var að reka Mac Artur og vinna úr þrátefli í styrjöldinni með vopnahléssamningum, sem enn eru í gildi sjötíu árum seinna.
Fyrstu 20 árin eftir samkomulagið komst á ástand sem Mao formaður lýsti þannig, að Bandaríkin væru "pappírstígrisdýr".
Samkvæmt MAD kennisetningunni (GAGA á íslensku) felst hin yfirgengilega söfnun kjarnorkuvopna í því að skapa svonefnd ógnarjafnvægi.
Slíkt ástand á við nú um stöðuna í Úkraínustríðinu.
Eegar MAD er í gildi hóta aðilar þess hóta því að beita kjarnorkuvopnum þótt þeir viti, að slíkt myndi getað eytt öllu lífi á jörðinni. En enda þótt þetta ógnarjafnvægi Kalda stríðsins hafi skapað ástand þar sem enn hefur ekki verið beitt gereyðingarvopnum, blasir við efinn um að þetta ástand geti gengið til lengdar.
Um það gildir hið hið svonefnda lögmál Murphys þess efnis, að hægt sé að fara rangt að eða gera mistök í einhverjum efnum, muni það óumflýjega verða gert.
Um það má grípa til orða Henry Ford, sem sagði að það, sem ekki væri til, bilaði aldrei.
Sem í þessu efni þýðir, að ekki væri hægt að misbeita kjarnorkuvopnum, sem ekki væru lengur til.
Hótun kjarnorkuvopna merki um veikleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rússar hafa sagt að þetta sé sérstök hernaðaraðgerð sem liggur í því að þetta er að þeirra mati sama þjóðin Úkranía og Rússland. Að beita ekki hernum á fullu með hefðbundum vopnum og rússneska flughernum er merki um að reyna á að ná markmiðum sínum með sem minnsta mannfalli.
Við skullum ekki gleyma orustunni í Stalíngrand í síðari heimstyrjöldinni þar sem Sóvétríkin og þýskaland háðu stærsta bardaga í mannkynssögunni þar sem nærri 2 milljónir féllu að berjast um eina borg.
Sovétmenn mistu 27 milljónir í þessu stríðari heimstyrjöldinni ætli það hafi ekki verið af þeim sem féllu 60% rússar og 20% úkraníumenn og rest frá öðrum ríkum sem tilheyrðu Sovétríkjunum sálugu.
Ég vona að rússneski herinn stígi ekki á bensíngjöfina í botn því þá er hætt við að við fáum að sjá annað Stalíngrand með hrikalegu mannfalli.
Ég óttast að kjarnavopnum verði beit í þessu stríði sérstaklega ef við sendum NATO hermenn okkar inn á þetta heita svæði og þá falla hlutabréfin og óttin tekur yfir á okkur jarðarbúum.
Ég var á HM 2018 í Rússlandi að fylgja íslenska landsliðinu í fótbolta en Ísland spilaði við Nigeríu í borginni Volgogrand sem hét Stalíngrand í den.
Ég fór um borgina með leiðsögumanni þar sem farið var yfir orrustuna um Stalíngrand sem Hollywood gerði bíómynd um sem dæmi.
Baldvin Nielsen
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 17.6.2023 kl. 10:07
Kína á sér sögu um getuleysi til útþenslu frá örófi alda. Sögu misheppnaðra tilrauna til útþenslu sem allar biðu skipbrot. Tvær misheppnaðar innrásir á Japan, misheppnuð innrás í Víetnam og Kóreu. Réðu ekki við að verja sig gegn innrásarher frá Mongólíu, þrátt fyrir kínamúrin. Vesturveldin völtuðu yfir þá á sínum tíma og síðar Japan. Kína er ekki pappírstígur, kína er pappakassi.
Varðandi rússaruslið þá eru þeir þegar með bensíngjöfina í botni, dælandi úr sér gengnum vopnum á vígstöðvarnar og viljalausum og óþjálfuðum herþrælum. Gleymum því ekki að þjóðarframleyðsla rússlands er minni en Ítalíu. Þeirra helstu bandamenn er önnur útlagaríki, Íran og N-Kórea. Af vinunum skaltu þekkja þá.
Bjarni (IP-tala skráð) 17.6.2023 kl. 12:02
Kína nútímans og Kína fyrri tíma er ekki sama dæmið. Kína nútímans er hátækniþjóðfélag, auðugt og kjarnorkuvopnaveldi. Rússar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í stríðinu, sem gæti einmitt gert þá hættulegri. Villidýr króað úti í horni er hættulegast, sagði einhver stjórnmálaskýrandi áður en þessi stigmögnun varð með bandarískum vopnum.
BRICS þjóðirnar eru mjög sterkar, kannski sterkari en Vesturlönd, segja sumir. Mannfjöldinn þar er miklu meiri en á Vesturlöndum, enda Indland og Kína gífurlega stór og fjölmenn ríki.
Ef til alvöru heimsstyrjaldar kemur þar sem BRICS þjóðirnar fara gegn Vesturlöndum yrði það mjög tvísýnt. Rangt væri að vantmeta þessar þjóðir.
Það þarf stjórnkænsku sagði einn sem skrifaði um þetta nýlega, og hann sagði að Þórdís væri ekki að sýna hana með því að slíta tengslum við Rússa, að betra væri að hafa samskiptaleiðirnar virkar.
Ingólfur Sigurðsson, 17.6.2023 kl. 13:37
BRISC eiga enga samleið þegar kemur alþjóðamálum. Indverjar og kínverjar eiga í landamæradeilum og sú deila hefur varað í áratug. Brasilía á enga samleið með Kína, Indlandi, Rússlandi eða S-Afríku í alþjóðamálum. Það verðu aldrei nein hernaðarsamvinna milli þessara þjóða enda hafa þau enga hagsmuni af slíku samstarfi. Þess utan eru kínverjar varla sáttir við landvinninga russa í Mansjúríu í upphafi síðustu aldar.
Bjarni (IP-tala skráð) 17.6.2023 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.