"Tryggir hvíla rónar hjá galtómum bokkunum..." þótti óviðeigandi 2007.

Þegar "Villi, gamli góði Villi" var orðinn borgarstjóri 2006 kom borgartjóri Moskvuborgar hingað í heimsókn og færði íslenkum kollega sínum tónlistarmyndband að gjðf að því er sagnir herma. 

Villi varð hrifinn og setti í gang gerð svipaðs tónlistarmyndbands um Reykjavík. 

Gunnar Þórðarson var fenginn til að hrinda gerð tónlistarmyndbandsins og samdi hann lag og fékk síðuhafa til að sjá um texta og útfærslu á myndatöku.  Þetta var á hápunkti bankabólunnar miklu og talað um myndarlegt framlag bankanna.   

Í fyrstu datt mönnum helst í hug að nota lagið Vorkvöld í Reykjavík, en sagt var að Jónas Jónasson, sem leitað var til um ráðgjöf hefði ráðlagt eindregið að gera ekki myndband með áhrifamikilli myndskreytingu á setningunum "...hljótt er kringum Ingólf og tæmt þar hvert tár, / tryggir hvíla rónar hjá galtómum bokkunum..."!

Við Gunnar töldum að reyna ætti í fjögurra mínutna lagi að lýsa sem ítarlegast öllum atriðum í borginni og mannlifi þar frá landnámi auk náttúru og kennileita. 

Þegar gerð myndbandsins "Reykjavíkurljóð" var lokið og það var afhent stóð á endum að bankarnir voru komnir á hausinn og fimm borgarstjórar komnir og farnir og aðeins einn þeirra gat lagt eitthvað smávegis til málsins, 350 þúsund krónur upp í kostnað við stórhljómsveit og kvartettinn "Borgarbörn"!


mbl.is Þótti ekki við hæfi að börn myndu syngja um áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband