Eftirminnilegir tímar kvikmyndamenningar á blómatíma Tónabíós.

Enn eru á lífi margir af þeirri bíókynslóð, sem tengist nafni Tónabíós, enda ríkti oft mikil stemning fyrir mörgum þeirra mynda, sem þar gerðu garðinn frægan. 

Fyrsta myndin þar, Some like it hot, gefur vísbendingu til þess andrúmslofts sem ríkti á árum Marilyn Monroe og James Dean, og ef rétt er munað, voru fyrstu myndirnar um James Bond og Bleika pardusinn tengdar þessu bíói, sem var vinsælt meðal ungu kynslóðarinnar. 

Gott ef Bítlarnir slógu ekki þar í gegn með þeim árangri að Óttar Felix Hauksson fór á allar sýningarnar á A hard days night.   

Kannski opnast nú möguleiki að búa til eins konar fortíðarfíknar bíósýningar í endurvöktu Tónabíói.  


mbl.is Bíósýningar hefjast aftur í Tónabíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er gaman að þú skulir fjalla um þetta. Tónabíó tengist jafnvel fleiri kynslóðum, en ég á glöggar minningar um það þegar James Bond myndin "Octopussy" (1983) og "Moonraker" (1979) voru sýndar þarna. Þeir hafa greinilegt haft réttinn á þessum myndum.

Þetta hefur verið á síðbúnara skeiði þessa bíós. Tónabíó er mér sérlega minnisstætt vegna þess að ég bjó hjá ömmu og afa á þessum tíma, og amma vildi ekki láta mig fara einan í bíó. Á þeim tíma var ég ekki sáttur við það, en eftirá finnst mér eftirminnilegar minningar hafa orðið til. Ég heyrði einmitt af bíósýningum sem amma sagði frá, Ben Húr og einhverjar stórmyndir í gamla miðbænum, þegar þau bjuggu þar. Charlton Heston var hennar uppáhaldsleikari. Hún var sannkristin, Boðorðin tíu var mynd sem var í uppáhaldi hjá henni, (1956), fyrir mína tíð, en hún var sýnd í RÚV svo seinna, og mikil stórmynd.

Mér fannst það svo skrýtið að fólk klæddi sig uppá í fín föt eins og það væri að fara í leikhús, enda tveggja eða þriggja tíma kvikmyndir stundum. 

Ég man að ég undraði mig á því að James Bond, geysivinsælar myndir skyldu sýndar í þessu litla og "hallærislega" kvikmyndahúsi - ég miðaði þá við Regnbogann og þau kvikmyndahús sem þóttu flottust og stærst þá.

En James Bond myndirnar urðu meðal uppáhaldsmynda hjá manni engu að síður. 

Ingólfur Sigurðsson, 22.6.2023 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband