Smart, sem kemur óvart. Beint út í djúpu laugina.

Framleiðandi Smart bílanna tók þá ákvörðun fyrir nokkrum misserum að breyta bílum sínum í rafbíla eingöngu, og prófaði síðuhafi þann minnsta, Fourtwo, fyrir þremur árum og bar hann saman við álíka stóran rafbíl af gerðinni Tazzari Zero sem nokkrum sinnum hefur verið sagt frá hér á síðunni.  

Smart kom furðu vel út í prófuninni og er líklega eini svona litli bíllinn sem hefur fengið góðan dóm í evrópsku NCAP árekstraprófinu, en allt frá upphafi hefur Smart verið sérhannaður til að standast sömu kröfur og fullstórir bílar. 

En einn galli  er á gjöf Njarðar varðandi þennan afar skemmtilega bíl, en hann er sá, að vegna smæðar hans er rafhlaðan aðeins 17,6 kwst og fyrir 1300 kílóa bíl þýðir það, að drægnin rétt slefar yfir 100 km. 

Nýi Smart 1 er allt annarrar gerðar, á stærð við Volkswagen ID.3 rafbílinn og nýtur þess í rými. 

Þrjár útfærslur eru í boði, og tvær þeirra eru fjórhjóladrifnar. 

Segja má að Smart 1 sé hent beint út í djúpu laugina, því að hann er 2,2 tonn að þyngd og virðist við stutta viðkynningu vera samkeppnisvhæfur í verði. 


mbl.is Askja hefur sölu á smart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband