Bjargaði Lukasjenko Pútin frá uppreisn í rússneska hernum?

Ein af mörgum kenningum, sem nú má sjá um uppreisn Wagner-liða, er sú, að ef Lukasjenko hefði ekki sett fram tillögu um taka við Prígósjín sem útlaga, hefði Pútín uppreisn innan hersins sennilega kostað Pútín völdin.  

Raunar var það áfall fyrir myndugleika Pútíns að hann skyldi falla frá hörðum dómum yfir Wagner-liðum, en engu að síður urðu eftirmál uppreisnarinnar í heild mun minni en annars hefði getað orðið.  


mbl.is Augljóst veikleikamerki hjá Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það eru nokkur vafaatriði í þessu. Fólk hér á Vesturlöndum virðist gefa sér að Rússar séu villimenn sem meti ofbeldi og vald meira en lýðræði og mildi eða sveigjanleika, eins og Pútín sýndi í þessu tilfelli, hugsanlega eftirgjöf.

Maður skyldi ætla samkvæmt hefðum í hernaði að aftaka Prígósjíns hefði sýnt styrk Pútíns. Það væri þá samkvæmt sögunum um að Rússar bæru ábyrgð á að háttsettir menn hafa þar dottið út um glugga, verið eitrað fyrir þeim, og að Rússar einir beri ábyrgð á hryðjuverkum í Úkraínu og útum víða veröld þar sem styrjöldin hefur borizt.

En kannski eru Rússar ekki algerir villumenn heldur meta þeir þennan sveigjanleika og mildi einhvers sem Pútín sýndi Prígósjín - ef þetta er ekki allt einhver sviðsetning og leikur.

Rússar hafa kennt hryðjuverkaöflum í Úkraínu um voðaverk og stríðsglæpi, þannig að ástæða hlýtur að vera til að efast. 

Svo gæti verið að Pútín vilji notfæra sér grimmdaræði og dugnað Prígósjíns síðar í hernaði, og vilji því ekki fórna honum.

Þetta er býsna óljóst.

Hér vakna spurningar: Hvers vegna er Pútín eftirlýstur á Vesturlöndum en ekki Prígósjín?

Það kom fram á RÚV og er á allra vitorði að Wagner sveitirnar undir stjórn Prígósjíns hafa staðið fyrir verstu voðaverkunum í þessu stríði.

Ein lausn Pútíns væri því að framselja hann til Úkraínu eða Vesturlanda.

En að þetta sé veikleikamerki hjá Pútín er ég alls ekki sammála. Hann gat snúið taflinu sér í hag, aðstæðum sem virtust mjög erfiðar, og það er styrkur að sýna stjónkænsku af þessu tagi eins og Pútín gerði. Veikleikarnir eru í hernum, mannfallið mikið og vöntun á góðum herforingjum.

En að Wagnerliðar komust svona langt til Moskvu lítur út fyrir að vera veikleikamerki og skipulagsleysi hjá rússneska hernum.

Ingólfur Sigurðsson, 26.6.2023 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband