Nær daglegur virkjanasöngur. Sleginn af í Noregi fyrir 21 ári.

Hinn stanslausi virkjanasðngur sem kyrjaður hefur verið síðustu árin er að mörgu leyti orðinn margfalt stærri og víðfeðmari en hann var þegar stóriðjustefnan fór með himinskautum í byrjun aldarinnar. 

Það hefur verið haft eftir Alberti Einstein, að ef menn ætli að bregðast við mistökum sínum, sé fráleitast að reyna að gera með þvi að beita sama hugsunarhætti og skóp þau mistök, sem bæta ætti úr. 

Nú þegar liggur fyrir að 120 megavött af raforku landsins fara til rafmyntargraftar, sem er eitt af mörgum dæmum um það orkubruðl, sem búið væri að koma okkur í núvereandi stöðu.

Eina ráðið sem menn virðast sjá, virðist að keyra orkubruðlið og margföldun orkuöflunarinnar áfram af enn meiri ákafa en nokkru sinni fyrr. 

2002 lýsti Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Norðmanna yfir því, að tími stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn í Noregi.  

Sem sagt, tekin upp hugsun Einsteins. Enginn háhiti er í Noregi, heldur aðeins vatnsafl, sem er meira að segja hreinna en orkan sem býr í gruggugum jökulám með tilheyrandi aur og setmyndun í miðlunarlónum.  

 


mbl.is Tíminn er naumur til að útvega græna orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Engar stórar vatnsaflsvirkjanir eru Í býgerð á Íslandi.

Í Bergen er gas notað til húshitunar. Raforka er svo dýr í Noregi að fólk sparar með því að þvo þvott á nóttunni.

Svíar brenna íslenskt rusl til orkunýtingar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.7.2023 kl. 17:47

2 identicon

"2002 lýsti Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Norðmanna yfir því, að tími stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn í Noregi."  Og síðan þá hafa Norðmenn aukið raforkuframleiðslu með vatnsafli um nærri fjórðung. Til dæmis hafa stórar virkjanir Norðmanna stækkað um 10% frá 2010 og er ætlað að stækka um 5% til 2035. Þó stórar vatnsaflsvirkjanir séu ekki fyrirhugaðar þá hafa Norðmenn ekkert slegið af í virkjanasöngnum. En með yfir 1650 vatnsaflsvirkjanir þegar í notkun eru miklar fjölganir smávirkjanna og stækkanir stærri virkjana framtíðin í vatnsafli að mati Norðmanna.

Vagn (IP-tala skráð) 1.7.2023 kl. 19:43

3 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Virkjanasöngurinn hefur verið heldur daufur síðustu árin og ef við fáum ekki öfluga tenóra til eflingar söngsins verður brátt ekki nóg orka til að hlaða rafhjólið þitt miðað við fjölgun rafbíla á landinu. Það er náttúrulega alltaf hægt að setja upp öflugar dísel rafstöðvar ef í harðbakkann slær.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 1.7.2023 kl. 20:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vatnsorkan sem Norðmenn slógu af fólust á síðari hluta 20. aldarí stórfelldri norskri útgáfu af þakrennu virkjunum hér á landi sem kallaðar voru LSD, lang stærsti draumurinn, sem yrði gerð með hagkvæmustu vatnsorku Noregs á hálendi landsins, vegna þess hve fallhæðin væri mikil og úrkoman drjúg. 

Ómar Ragnarsson, 2.7.2023 kl. 00:21

5 identicon

Til að getað uppfyllt orkuþörf er nauðsinleg að virkja með því að tappa af jökulsá á fjöllum og koma því autur eftir í Hamars eða Berufjörð

TST (IP-tala skráð) 2.7.2023 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband