Eftirminnilegir kveðjutónleikar með Lady Gaga.

Tony Bennett háði hetjulega baráttu við sjúkdóminn, sem hér á síðunni hefur verið kallaður óminnishegrinn.  

Á sínum tíma var hægt að sjá umfjöllun 60 minutes í sjónvarpi um tónleika hans með Lady Gaga , þegar hún lokkaði hann fram til að ganga á hólm við óminnishegrann á eftirminnilegan hátt með því að syngja með sér á tónleikum. 

Einnig var lengi vel hægt að sjá kollega hans á netinu, Frankie Laine, koma fram á hljómleikum 93ja ára gamlan og syngja á ný fyrsta lagið, sem hann kom á vinsældalistana sem ungur söngvari, "That´s my desire" og hrífa með því samkomugesti enn á ný, kominn nánast á grafarbakkann. 

Nefna má magnaðar upptökur af tónleikum einhvers mesta skemmtikrafts allra tíma, Sammy Davis jr þar sem hann brillerar í Berlín 1985 í laginu, sem hann kom á toppinn, "The Candy Ma" auk lagsins "Mr. Bojangle.  

Það er óhætt að mæla með ofangreindum upptökum, því að um þær gildir fyrirbæri, sem þekkt er úr bestu hnefaleikabardaga sögunnar, að þeir urðu oft svo góðir af því að báðir boxararnir voru aðeins farnir að dala, en gáfu þess meira af sér. 


mbl.is Tony Bennett látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband