Álíka löng akstursbraut og lengsta flugbrautin á Sauðárflugvelli.

Varla er hægt að hugsa sér ólíkari flugvelli en BIKF og BISA, sem eru alþjóðlegu skammstafanirnar fyrir Keflavíkurflugvöll á Miðnesheiði og Sauðárflugvöll á Brúaröræfum.  

Fyrrnefndi flugvöllurinn er risamannvirki, með tveimur þriggja kílómetra flugbrautum auk akbrauta fyrir flugvélarnar fyrir og eftir flug. 

Keflavíkurflugvöllur er eitt af fjölmörgum dæmum um áhrif gríðarlegra framfara í smíði flugvélahreyfla og flugvéla í Seinni heimsstyrjðldinni því að fram til 1943 urðu rúmlega þúsund metra langar flugbrautir í Reykjavík og Kaldaðarnesi að duga fyrir þáverandi flugvélar Breta og Bandaríkjamenn. 

Kanarnir eyddu svo miklu fjármagni í Keflavíkurflugvöll, að á tímabili var hann sá flugvöllur heims, sem var með lengstu flugbrautirnar. 

Sauðárflugvöllur er svo ólíkur og hægt er að hugsa sér, því að hann  er náttúrugerður malarflugvöllur og engu rótað á vallarstæðinu, heldur aðeins setta niður lausar brautarmerkingar fyrir alls tæplega fimm kílómetra langar flugbrautir. 

Vegna þess að flugbrautirnar eru fimm, geta þær notast sem aksturbrautir fyrir hver aðra, og ef samtals lengd brautanna er skoðuð, er þessi frumstæði völlur með hæstu töluna, næst á eftir Keflavíkurflugvelli. 

Vegna þess að BISA er á skrá yfir alþjóðlega flugvellli, sést á yfirliti um flugvellina í AIP, að flugmenn fletta honum næst mest upp af íslenskum flugvöllum. 

Spinnast oft skondin símtöl milli síðuhafa, umsjónar- og ábyrgðarmanns vallarins, sem gefinn er upp í AIP. 

Einu sinni hringdi einn og spurðist fyrir um vaktatíma, flugvallargjöld og eldsneytissölu og var á þriggja hrayfla Falcon þotu! 

Honum hafði láðst að taka eftir því, sem stóð svart á hvítu í AIP, að þetta væri malarflugvöllur!  


mbl.is Ný akbraut tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband