23.7.2023 | 22:28
Eru fréttir af hitabylgjum uppspuni og áróður?
Þessa dagana má sjá harða gagnrýni á samfélagsmiðlum á RÚV, sem skömmuð er fyrir það að vera ein lélegasta fréttastofan á jarðríki, vegna þess að fávísir fréttamenn flytji þar áróðursfréttir af hlýnun loftslags jarðar.
Í gangi sé áróðursherferð með ýkjum og lygum af uppspunnum fréttum af hitametum, sem séu engin hitamet. Þvert á móti sé það engin frétt þótt veður sé eðlilega heitt beggja vegna Atlantshafs að sumarlagi.
Hitinn þyngir heilbrigðiskerfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, ef maður þarf að leita aftur á tíma risaeðlanna til að fá sambærilegt hitastig þá má kannski segja að mannkynið sé á sömu glötunarbraut og þær voru á.
Það skuggalegasta er að fræðingar segja að ekki sé hægt að skrúfa þetta til baka eins og með takka, og aðeins sé örlítil von til að bjarga jörðinni, sem minnki stöðugt. Sem sagt, breytingarnar gerast með skriðþunga séu þær einu sinni komnar af stað, og erfitt að snúa til baka.
Það má vissulega segja að ekkert er 100% víst í þessu, en ef það er satt sem fræðingarnir segja ætti fólk alls ekki að hætta á það.
Ingólfur Sigurðsson, 24.7.2023 kl. 01:03
Sæll Ómar.
"...harða gagnrýni á samfélagsmiðlum á RÚV, sem skömmuð er..."
Síðuhafi skrifar að jafnaði framúrskarandi texta. Því er sérkennilegt
að sjá fyrstu efnisgrein logandi í villum.
Menningarhluti RÚV er frábær en fréttir virðast illa litaðar af áróðri
stjórnvalda og ég trúi því ekki að nokkrum heilvita manni detti í hug að
kenna starfsmönnum um það því gera má ráð fyrir að flestum sé ljóst
að þar eru eyru sæmst er óxu.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.7.2023 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.