Auk risagosanna, sem Þorvaldur Þórðarson kallar réttilega "háalvarlegt" í viðtengdri frétt á mbl.is, hafa þrjú risagos í viðbót orðið á svæðinu milli Suðurjökla og Vatnajökuls frá landnámi.
Eldgjárgosið í kringum 930 bauð upp á mesta hraun, sem runnið hefur á jðrðinni á sðgulegum tíma; stærra gos að því leyti en Skaftáreldarnir 1783, sem lengi voru taldir stærstir, enda bættu þeir því við að milljónir manna fórust víða um lönd, og hér á landi féllu 70 prósent búfjár og fjórðungur þjóðarinnar.
Háalvarlegt hlutverk Bárðarbungu er athyglisvert hvað varðar það, hve það er stórt. Hún getur ráðið gosum allt norðan frá Holuhrauni suður til Hrafntinnuhrauns.
Í hádegisfréttum RÚV kom fram það álit, að hættan á gosi í Öskju verði að teljast meiri en við Torfajðkul, því að þar sé land buið að rísa um 60 sentimetra af völdum kviku á litlu dýpi.
Háalvarlegt ef eldgos verður í Torfajökulsöskju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðasta gos ekki búið og strax farið að vara við því næsta. Athyglissýki á háu stigi?
Vagn (IP-tala skráð) 1.8.2023 kl. 12:45
Blessaður Nafni.
Endalaust fróðlegt að lesa pistla þína, að baki býr bæði áratugalangur fróðleiksþorsti, sem seinna þróaðist í skilyrðislausa ást eða kærleik gagnvart landi okkar, sem og þó hátt hafi ekki farið, þjóð okkar.
Böggið er vissulega fylgifiskur, en ég man ekki eftir fylgifiski sem tengir sig ekki við sjálfan fiskinn, málefnið, eða hina víðtekna þekkingu sem þú hefur miðlað til okkur hinna í gegnum ár og áratugi.
Eilífðin er kannski handan við hornið Nafni, en lífsþorsti þinn, almenn náttúrugreind, óhemju orka sem á rætur í sjálfan kjarna jarðar, hefur sett hana á bið.
Náttúruvættið lifir hins vegar dauðleikann og eftir stendur eitthvað sem tekur langan tíma að gleyma, jafnvel aldir, jafnvel minni sem er munað á meðan eitthvað er munað.
Í það minni sækir félagi Vagn, eins og anginn treysti á að minni hans lifi, sem fylgifiskur, sem vissulega er betra en ekki neitt, það er frá hans sjónarhól.
Eldgos koma og fara, en það er gott að lesa um þekkinguna að baki á alþýðumáli, megi það mál miðla til okkar hinna, okkar sem drukkum alþýðumálið með móðurmjólkinni.
Takk Nafni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.8.2023 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.