2.8.2023 | 08:14
Tveir minnisverðir gististaðir í 14 daga Noregsferð.
Í fjórtán daga Noregsferð um endilangt landið fyrir aldarfjórðungi runnu allir gististaðirnir saman í eitt í lok ferðar; þriggja til fjögurra stjörnu hótelin, sem voru hvert öðru lík.
Tveir gististaðir skáru sig úr, hvorugur prýddur neinum "stjðrnum".
Annar þeirra var hinn sáraeifaldi og frumstæði fjallaskáli inni í stærsta þjóðgarði Evrópu á þeim tíma, á Harðangursheiði, en hinn gististaðurinn var frumstætt, lúið og gamalt sveitahótel, stjðrnum sneytt, að Syðri-Kjós langt norður í Trðmsfylki.
Það hótel rak þá öldruð kona á eftirlaunum, sem talaði bara norsku.
Í allri umræðunni hér heima er gildi þessara tveggja rammnorsku og sjónvarpstækjalausu gististaða umhugsunarvert.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.