Þrennt má nefna sem getur ráðið miklu um það hvernig yfirvofandi gos í Öskju verður.
Staðurinn þar sem kvikan kemur upp.
Ef það verður á þurru landi gæti það orðið meinlítið gos eins og varð 1961 þegar gaus í gígum nokkra kílómetra frá Öskjuvatni. Þá verða viðbrögðin við gosinu að vera snörp og hnitmiðuð, að rýma nógu stórt svæði sem hraun gæti runnið um.
Ef hins vegar gýs undir Öskjuvatni gæti voðinn verið vís, því að þá getur orðið stórgos með miklu öskufalli eins og 1875, sem olli svo miklum búsifjum að það varð stærstur hluti þess fólksflótta til Vesturheims sem nam fimmtungi þjóðarinnar alls.
Vindáttin getur skipt miklu máli, en 1875 fór mest af öskunni í austurátt.
Nokkur mótsögn er fólgin í þriðja atriðinu, sem felst í því, hvenæar gýs. Ef gýs eftir langan aðdraganda gæti það gert gosið mun stærra og illvígara en ef eldstöðin lýkur sér fyrr af.
Allar nútíma mælingar skorti í fyrri Öskjugosum ogH því er vísindamönnum nokkur vandi á höndum.
Flóttaleiðir frá gosstað eru misjafnar, í meðallagi góðar fyrir jeppa til norðurs í átt til Herðubreiðarlinda og þaðan norður úr, en afar krókóttar leiðir til austurs yfir Jökulsá á Fjðllum og Kreppu og þaðan norður til Mððrudals eða austur á Brúarðræfi til Kárahnjúk.
Hvað flug snertir er einn stór fimm brauta flugvðllur, Sauðárflugvöllur, með allt að 1300 m langar brautir í aðeins 30 km loftlínu frá Öskju sem allt að 20 farþega flugvélar geta notað, og lenti ein slík til reynslu nýlega á vellinum nýlega með 13 fallhlífarstökkvara.
Samtals eru flugbrautirnar tæpir fimm kílómetrar að lengd, og í alþjóðlegu skráningu og viðurkenningu þessa malarflugvallar eru einkennisstafirnir BISA.
Hún kom frá Stokkhólmi til Íslands, en á Akureyri eru tvær slíkar vélar. Á þessari bloggsíðu hefur verið greint frá gerð þessa vallar og notkun síðan 2011, en hún kom í góðar þarfir í Holuhraunsgosinu fyrir átta árum.
Funda um stöðuna eftir verslunarmannahelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.