Húnavallaleiðin hefði átt að vera löngu komin.

Fyrir um hálfri öld voru skiptar skoðanir um það hvar skyldi byggja nýja brú yfir Ytri-Rangá við Hellu. 

Andstaða var við að færa brúarstæðið tæpan kílómetra sunnar en þáverandi brú var, og voru miklar hrakspár þuldar um það tjón sem byggðin, sem komin var við þáverandi brú, yrði fyrir og nánast hætta á eyðingu byggðarinnar, þegar hætt yrði að hafa aðalumferðarhæðina á hinum forna stað.  

Ingólfur á Hellu var áhrifamikill og ef rétt er munað átti hann þátt í lausn málsins, þar sem liðkað var til við að breyta byggðinni í samærmi við nýtt brúarstæði.

Hver sá, sem nú brunar yfir nýju brúna hlýtur að undrast þá þröngsýni sem lýsti sér í andstöðu við það fyrirkomulag, sem nú blasir við, að helstu þjónustustofnarnirnar þarna eru auðvitað á langheppilegasta staðnum.

Nú stendur fyrir dyrum að leggja nýja leið framhjá gæmla miðbænum um nýja brú á Selfossi, og er það vel. 

Í sjötíu ár hefur það blasað við, hve mikil búbót væri að þvi að stytta Þjóðveg eitt Frá Brekku skammt frá Stóru-Giljá til Fagraness/Hvamms í Langadal. 

Við Fagranes er gamalt vað, Mjósyndi, og hið ákjósanlegasta brúarstæði.  

Hugsanlegt er að bæta fyrir tjón á farvegi Blöndu fyrir neðan Hvamm, sem varð við það að sunnar í dalnum var þjóðvegurinn færður á uppfyllingu út í Blöndu, en við það var eðlilegum straumi árinnar raskað, þannig að hún fór að brjóta bakkana í landi Hvamms. 

Vegagerðin tók uppfyllingarefni úr farvegi Hvammsár og lofaði því að gera varnargarða í staðinn við bakka Blöndu.  

Þetta var ekki efnt fyrr en alltof seint þegar áin hafði valdið talsverðu landbroti. 

Nú gefst tækifæri til að huga að skynsamlegri útfærslu á vegamótunum við Fagranes/Hvamm. 

Vegarkaflinn utar í dalnum hefur lengið verið erfiður vegna slæmra veðra á vetrum í norðanhríð. 

Nú getur ný leið yfir Ása lagfært það. 

Núverandi Svinvetningabraut hentar ekki, þvi að hún er of krókótt, fer á einum stað í hátt á þriðja hundrað metra hæð yfir sjó, og brúin sem gerð var hjá Löngumýri 1950 er of sunnarlega í Blöndudalnum og barn síns tíma. 


mbl.is Vill stytta ferðina milli Reykjavíkur og Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Vegakerfi sem á að sniðganga er prýðilegt, nema illviðri í norðurhluta Langadal, það væri hægta bæta það svolítið  með því að breykka veginn  og hafa stikur fleiri og uppi standandi og hafa stæði fyrir stórar bíla til hvíldar. Það er rétt hjá Ómari að Svínvetningabraut er krókótt , svo er hún tæplega hæf fyrir þungaflutninga. Þröng og með lítin burð. Það sem stuðar mig mest er hvað er mikill vilja að reiða fjármagn fyrir 14 mínútur. Mér finnst það heimska þegar viðhaldsverki blasa allstaðar við. Þá er á  það að það líta þarf að brúa á fleiri stöðum en við Fagranes. það þarf að brúa Giljá og fremri Laxá við Hamrakot 3 brýr til að komast í þá stöðu að spara sér 14 mínútur. Þetta er að verða eins í gamladaga á Kárastöðum. Þá þurfti Eyþór Guðmundsson að yfirgefa Ása og flytja niður að Kárastöðum. Þeir fóru að spila á Kárastöðu og voru 6 eða 7 synir Eyþórs. Þeir spila og spila og græða og græða. Svo kemur nýi bóndin á Ásum Ingvar Ágústson var sérstakur eins og vill við brenna á þessum slóðum, hann gengur til baðstofu, þar situr Eyþór með syni sína allir í hvítum skyrtum. Ingvar segir og slettir  í góm, ,,Bara verið að spila upp á peninga, Eyþór var fátækur leiguliði, en ´átti þennan væna hóp af strákum. ,, Þá segir Eyþór hátt og snjallt, nógir peningar á Kárastöðum. Eins er það með Húnavallaleið um Ása, nógir peningar til að borga 3 brýr á þeirri leið ´þó hægt gangi að breikka einbreiðar brýr í landinu sannkallaðar dauðagildrunr.  Svo er það landi sem fer undir vegi það er oft mikið, en ver gengur að heimta það til jarðanna þegar vegir eru aflagðir. Það er meiriháttar mál. Hef dæmi um það í Laugardal Árness. Í þessu tilfelli er ekki um það að ræða.

Fréttir:

Vinur minn Kristján í Stóradal er duglegur bóndi og smiður og hefur alið syni sína upp á þeim nótum. Nú er hann búin að reisa sér hús í landi Stóradals. Synir hans eru á gæða jörðum allt í kring um Stjána, Svínavatni í N Ytri-Löngumýri í S og Stóridalur í SA. Svo Kristján taki réttan kúrs þegar hann fer að heiman þá, á vantar hringtorg þarna með merkingum. Væri gott ef einhverjir peningar verða efti af Húnavllaleið lokinni að koma við í Sléttárdal og hitta Stjána og setja hringtorg.

Þá er að athuga slysatíðnina sagt að það komi í veg fyrir 11 slys við beytinguna. Nú er ég ekki með nokkur gögn um slýsatíðni á vegi 1 frá Húnavallaaflegjara við þjóððveg 1 og til Fagranes og væri fróðlegt að fá tölur þar um. Eða er þetta eitthvað meðaltal á þjóðvegi 1? lítð heyrt um slys þarna.

Um Sólheimaháls á Svínvetnigabraur þá man ég sjaldan að það hafi stoppað mig snjóþyngsli á því svæði.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.8.2023 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

 

Þú ert innskráð(ur) sem thorsteinnhgunnarsson.

Nota HTML-ham Athugasemd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.8.2023 kl. 11:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

14 mínútur á hvern bíl eru ekki neinir smáaurar, heldur þriðjungur af Hvalfjarðargöngunum.  

Sammkvæmt taxta á einkabílum opinberra starfsmanna er kostnaður við akstur bíla þeirra vel á annað hundrað krónur á ekinn kílómetra og því sparast minnst hátt í 2000 krónur á hvern bíl að fara Húnavallaleiðina.  

Ómar Ragnarsson, 5.8.2023 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband