Mikill skilgreiningarvandi varðandi bókabrennur.

Sú var tíðin á fjórða áratug síðustu aldar, að ráðamenn nasista í Þýskalandi stóðu fyrir stórfelldum bókabrennum, þar sem brenndar voru í stórum stíl bækur, sem þóttu boða óæskilegar stjórnmálakenningar eða hygla þeim. 

Trúarrit mátti telja þar með, en einnig var um "óæskilega" höfunda að ræða. 

Nú skýtur þetta fyrirbæri upp kollinum á ný varðandi trúarrit og myndir og texta sem skopast að trúarbrögðum eða draga dár að þeim. 

Tímarnir eru hins vegar aðrir og þetta viðfangs- og álitaefni er flóknara og erfiðara til skilgreiningar nú en fyrir níu áratugum. 

Það minnir á að fyrir nokkrum áratugum gerði Spaugstofan þátt um páskaleytið þar olli talsverðurm deilum um það, hvort þar hefði verið farið yfir strikið í því að gera grín að ýmsu varðandi fermingarnar og hátíðina sjálfa. 

Síðuhafi sá þá litla mðguleika til þess að fjalla gagnrýnislaust um þetta, og lét nægja að  leggja viðbrögð fermingarbarna, þjóðarinnar og almættisins í munn þeirra, svohljóðandi:

 

Fermingarbörn fóru hnuggin í háttinn;

hneyksluð var þjóðin og æst. 

Og þegar Guð sá Spaugstofuþáttinn

sagði hann:  "Djísus Kræst."

 


mbl.is Vesturlönd þurfa að vera á tánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Hvað má brenna?

Af hverju í ósköpunum mega börn ekki vita eitthvað um Jesú Krist? Af hverju er það svona hættulegt? Menn þurfa að svara þeirri spurningu, segir Kristrún Heimisdóttir, fyrsti varaforseti kirkjuþings.

Svarið er: Við Íslendingar erum flestir, nú um stundir, óvinir Jesú Krists (Róm. 5:10), sem fylgjum Djöflinum í skoðunum og verki.

Þannig var þetta ekki. Forfeður okkar, mann fram af manni ræktuðu sína Kristnu trú og því varð Kristinfræði strax á námsskrá skóla í landinu þegar þeir hófu starfsemi.

Nú hins vegar hafa fræði Djöfulsins tekið yfir Kristinfræðina í skólum.

Já, öldin er önnur. Nú er að hefjast hátíðarvikan á Íslandi Djöflinum til dýrðar. Hátíðin er nú sú stærsta á Íslandi og kallast Gleðiganga.

Þar er haldið á lofti fagnaðarerindi Satans.

Velkomið er að brenna Biblíur en ekki Kóraninn.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.8.2023 kl. 10:47

2 identicon

Margir hneyksluðust þegar kirkjan ákvað að byrta Jesú sem trans á strætó en engin strætó var brenndur.  En ekki má brenna kóranin því það særir tilfinningar múslima.

Þegar þér er meira umhugað um tilfinningar þeirra sem búa í öðrum heimshluta en þeirra sem búa við hliðina á þér ertu á villigötum.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.8.2023 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband