Reglur, sem nánast engir fara eftir, - hætt við dæmið gangi ekki upp.

Í bloggpistli hér á undan er reifuð sú megin niðurstaða á áralangri könnun á hjólaflotanum, 

að skortur á því að farið aé eftir nýjum reglum um rafskútur, sé nánast regla hvað snertir rafskúturnar og að eðlileg afleiðing sé stórfjölgun slysa á þeim.  

Dæmin blöstu alls staðar við og nýkveiktar vonir um að taka upp meiri notkun 25 km hjóla á þeim grundvelli að hraðinn væri minni og slysahætta minni en á hraðari hjólum urðu fyrir nokkru hnjaski.  

Bara eitt dæmi af mörgum, sem vakti hroll, var að vera á ferð á þröngum og rökkvuðum hjólastíg vegna þétts skógar sem hann lá um, og verða síðan að þola ofsahraðan framúrakstur rafskútu í blindri beygju án þess að eiga sér einskis slíks von, enda engin flauta notuð og eins gott að enginn kom á móti, því að það hefði kostað árekstur eða álíka alvarlegt slys. 

Eina leiðin til þess að koma einhverju viti í þessa nýju viðbótarumferð, er að taka upp eðlilegt eftirlit með notkun rafskútuflotans nýja, því að Hoppskúturnar eru aðeins hluti af þessum flota, sem einstaklingar hafa keypt í þúaundatali, jafnvel tugþúsundatali. 

Reynslan sýnir þegar, að slys á þessum farartækjum geta stórslasað fólk, ekkert síður en slys í bílaumferðinni. 


mbl.is Færeyingar banna rafskútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband