Þráhyggjan varðandi bætt aðgengi og meiri neyslu heldur áfram.

Rannsóknir sem leiða í ljós óhollustu áfengis eru mikilvægar til þess að fólk geri sér betur en áðður grein fyrir eðli málsins. 

hér er ekki aðeins um beinar læknisfræðilegar rannsóknir að ræða, heldur margar félagslegar rannsóknir, sem gerðar hafa verið, en margar hafa einfaldlega leitt í ljós að því betra sem  aðgengi er að áfengi og áfengisneyslu, því meiri er neyslan og afleiðingin af því er stóraukið tjón af áfengistengdum sjúkdómum og afbrotum, sem kosta samfélagið tugmilljarða tjón á hverju ári. 

Samt er ekkert lát á áróðri og pressu þess efnis að auka bæði aðgengi og neyslu þessa bölmiðils. 


mbl.is Áttfalt fleiri með lifrarsjúkdóm vegna drykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þeir sem eru fíknir í rangfenginn gróða eru jafnan siðblindir og skeyta í engu um afleiðingar gjörða sinna fyrir aðra.

Helgi Viðar Hilmarsson, 11.8.2023 kl. 14:17

2 identicon

Það er varla von á góðu þegar valdamikið fólk sem jafnvel hefur lagt fram felld frumvörp um aukið aðgengi að áfengi vermir ráðherrastóla. Stjórnvöld á öllum stigum eru áhugalaus um að gildandi lögum sé framfylgt. Ríkisfjölmiðill auglýsir starfsemina og lögregluembættin sjálf versla við lögbrjótana.

Vagn (IP-tala skráð) 11.8.2023 kl. 14:51

3 identicon

Sæll Ómar; sem og aðrir þínir gestir !

Og; hafðu hinar beztu þakkir, fyrir þessa þörfu hugvekju / sem og margar

annarra:: fyrr meir.

Vel; má taka undir jafnframt, með þeim Helga Viðari og Vagni, ekki síður.

Það er svo sem sama; hvar borið er niður í samfjelaginu - áfengis- og

annarra eiturlyfja dýrkunin keyrir úr hófi fram, og ekki draga þeir

af sjer í hrifningunni þar, hinir siðspilltu og úrkynjuðu stjórnmála

menn hinna ýmsu flokka, aukin heldur.

Með hinum beztu kveðjum; sem oftar, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2023 kl. 20:09

4 identicon

Fólk á að hafa frjálst val til að skaða sig. Þeir sem þykjast hafa vit fyrir öðrum eru undantekinlaust bæði vitgrannir og illgjarnir.

Bjarni (IP-tala skráð) 12.8.2023 kl. 01:17

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Samt er það þannig Bjarni
að þegar fólkið er búið að skaða sig af fúsum og frjálsum vilja
þá er gífurleg krafa um að það sé til staðar öryggisnet til að grípa það
Meðferðarheimili, sjúkrahúspláss og tiltækt læknalið á allt að vera í viðbragðsstöðu, tilbúið til að grípa inn í þegar viðkomandi telur sig þurfa hjálp eftir að hafa skaðað sig.

Grímur Kjartansson, 12.8.2023 kl. 08:14

6 identicon

Sælir; á ný !

Vel; svarar Grímur hroðvirknislegri og lítt ígrundaðri athugasemd Bjarna 

(frá hverjum kom: kl.01:17).

Vera má; að Bjarni hafi í fljótfærni sett fram sína ambögu, að nokkru.

Með sömu kveðjum; sem áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2023 kl. 11:43

7 identicon

Mín "ambaga" var ekki sett fram í fljótfærn, heldur af vel huguðu máli.  Fólk sem stefnir í sjáfseyðingu verður ekki bjargað með boðum og bönnum.

Það verður sjálft að finna sína leið til sjálfbjargar.  Engin getur tekið þá ákvörðun nema það sjálft.

Bjarni (IP-tala skráð) 12.8.2023 kl. 21:02

8 identicon

Sælir; sem fyrr !

Bjarni !

Allmikið; til í þessu andsvari þínu, þegar skoðað er ofan í kjölinn,

ágæti drengur.

Auðvitað; þarf að skoða öll mál, frá öllum hliðum - ekki einungis

höfuð- áttunum, sje litið til hins víðara samhengis.

Með beztu kveðjum; sem áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2023 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband