Úrvalið eykst og það skilar sér í aukinni sölu.

Þessi bloggpistill er skrifaður með þeim fyrirvara, að með rafbílum sé aðeins átt við hreina rafbíla og svonefndir hybridbílar ekki taldir með.  

Á dögunum vildi svo til að síðuhafi þurfti að taka sér tengiltvinnbíl frá Akureyri til Reykjavíkur af Mitsubishi Eclipse og vera sem fljótastur. 

Þannig fór að sá hluti drifbúnaðarins sem var rafknúinn kom það lítið við sögu í þessari ferð að orkukostnaður og eyðsla urðu heldur meiri en ef notaður hefði verið bíll sem aðeins var knúinn jarðeldsneyti. 

Astæðan er sú að drægni svona bíla á rafaflinu einu er aðeins nokkrir tugir kílómetrar svo að það virkar tefjandi ef reynt er að nota það mikið. 

Helsta ástæða þess að rafbílarnir sækja á í sðlu er líklega aukin fjölbreytni á rafbílum sem henta fleirum, og hluti af ástæðunni getur einnig verið aukinn og alveg nýr innflutningur á kínverskum bílum.  


mbl.is Rafbílar 70% af sölunni í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband