Askja, Hekla, Katla, Geysir; vinsæl nöfn á skaðræðisfyrirbærum.

Í næsta bloggbistli á undan þessum er fjallað um aukinn innflutning á rafbílum, og bera tvö þeirra fyrirtækja, sem keppa á þeim markaði nöfn íslenskra eldfjalla, sem valdið hafa miklum búfsifjum í gegnum tíðina, Öskju og Heklu. askja_her_ubrei_wattsfell_1313297

Hekla var öldum saman illræmt fyrirbæri, jafnvel talað um hana sem fordyri helvítis nafn hennar þekktasta íslenska örnefnið víða um lönd.  

Okkur sjálfum finnst þetta ekkert óeðlilegt, því að einstæð náttúra Íslands ber af frægð annarra fyrirbæra. Óumdeilanlegt er þó að orðið saga á það skilið að vera þekktasta íslenska heitið erlendis og meira að segja búið að ávinna sér sess sem alþjóðlegt heiti, en það á reyndar líka við heitið Geysir. 

En ólíklegt má telja að Ítalir myndu telja það söluvænt að bjóða bíla undir heitinu Vesúvíus eða Indónesar vöru fyrirtækis, sem héti Krakatá. 

En burtséð frá því er full ástæða að horfa á Öskju með óttablandinni virðingu og vanda til alls viðbúnaðar vegna óvissuástandsins, sem þar hefur verið í gildi í tvö ár og er enn.  


mbl.is Yfirborðsbreytingar við Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband