19.8.2023 | 10:35
Fyrirbæri sem sést um allt land.
Á leið frá Reykjavík austur á land má víða sjá merki um það hvernig fljótræði og ákafi hafa valdið því, að hið göfuga markmið skógræktar gera því miður of mikið af því að skerða útsýni og tilvist margra þeirra náttúrufyrirbæra, sem eru helstu verðmæti ímyndar landsins okkar.
Sums staðar gerist þetta svo hratt, að undrum sætir. Sem dæmi hafa fallegir og einkennandi klettaröðlar við Þjóðveg eitt drukknað í barrtrjám á leðinni norðan Borgarness upp til Bifrastar.
Á sumum stöðum hefur fallegum byggingum í sveitunum, jafnvel kirkjum verið gert að hljóta slik örlög.
Í ofanálag gildir víða svipað viðkvæði og nú heyrist varðandi há barrtré, sem eru á leið með að stórskaða aðflug og flugtak a annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar, að trén njóti friðunar eða annarra skilyrða, sem sett voru þegar gróðursetningin hófst.
Styðja kröfu um bætt flugöryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður gleymist í umræðunni um Reykjavíkurflugvöll að þegar að hann var afhentur öllum Íslendingum til eignar, þá var ekki nein hreppapólítík. Og því miður þá fór svo að græðgispólitíkin fór að tröllríða Reykjavíkurborg og eigi veit ég um samkomulag um sölu Reykjavíkurflugvallar til einhverra einkanota og eða sölu, en skítt með það, ALLIR Íslendingar eiga REYKJAVÍKURFLUGVÖLL og ef eitthvað afsal hefur verið gefið út og ÞINGLÝST með undirskrift 75% Íslendinga eftir ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU, þá eru allir gjörningar gagnvart Reykjavíkurflugvelli marklausir og ber að láta og eða borga Íslendingum öllum það tjón sem hefur hlotist af gjörningi Ríkis og Reykjavíkurborgar. Má benda í þessu tilviki NEYÐARBRAUTIN NA-SV sem var LOKAÐ út af græðgissölu Reykjavíkurborgar!
Örn Ingólfsson, 19.8.2023 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.