19.8.2023 | 20:08
Svörtu blettirnir á Þjóðvegi eitt.
Eftir talsverðan akstur um Þjóðveg sker eitt í augu bílstjórans: Svartar klessur, misjafnlega margar en sums staðar svo þéttar eins og í Blömduhlíðinni, að allt í einu vaknar undrun yfir því að sjá þetta.
Ástæðan er samt augljós; Vegurinn er svo öldóttur að bílar reka undirvagnana niður og skilja eftir skán af undirvagninum í malbikinu.
Þetta getur verið dýrt spaug, og minna má á það, veghæð margra rafbila er lítil, vegna þess að rafhlöðurnar eru hafðar undir botninum eða sem hluti af botninum.
Fróðlegt væri að fræðast nánar um þetta, hjá tryggingarfélögunum, umboðunum og verkstæðunum.
Athugasemdir
Ómar ég held að þessar klessur séu för eftir hjól vörubíla og aftaní vagna sem lifta upp hásingum þegar þeir keyra tómir eftir veginum, og dekkin rekast niður í öldunum og mynda bremsuför, þar sem þau snúast ekki þegar hjólin snerta veginn
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 19.8.2023 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.