Á leiðinni til að verða fjölmennasta þjóð heims.

Glöggir menn hafa spáð því að Indverjar stefni í það að verða fjölmennasta þjóð heims. Hvað sem því líður er hægt að færa fyrir því sterk rök að þeir séu fjölmennasta lýðræðisþjóð heims. 

Lending þeirra á tunglinu kemur á besta tíma fyrir þá á sama tíma sem brotlending Rússa er áfall fyrir þá. 

Indverjar eru mikil iðnaðarþjóð en framleiðsluvörurnar sumar hverjar næsta frumstæðar. 

Þrír Íslendingar fóru á sínum yngri árum frá Reykjavík til Tíbet með reiðhjól sem fararskjóta og lifðu sem mest meðal heimamanna í þeirri löngu ferð. Lýsingar þeirra af þessari mikilfenglegu þjóð og landi hennar voru ævintýralegar. 

Mengun í indverskum borgum er einhver hin mesta í heimi og umferðin frumstæð, reiðhjól og vélhjól.  

Þótt ekki fari það hátt er slatti af indverskum bílum í bílaflota okkar, Suzuki Alto. Þeir voru ódýrustu bílarni á sínum markaðsárum og hafa reynst vel. 

Indversk útgáfa af Alto hefur verið vinsælasti bíll á Indlandi, og tilraun Indverja með Nanó, ódýrasta bíl heims, mistókst hér um árið.  

Gísli á Uppsölum sagðist reyna að taka sér indverska fakíra til fyrirmynd, og sagðist telja það merkasta heimsviðburðinn áður en einveruár hans hófust fyrir alvöru þegar Indland fékk sjálfstæði. 

Því miður var Gísli svo óskýr í máli þegar hann sagði þetta, að í "þýðingarteksta" með sjónvarpsþættinum olli misheyrn mín því, að mér heyrðist hann segja England en ekki Indland. 

 

 


mbl.is Far Indverja lent á tunglinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband