Stóra myndin af auðlindamálastefnu jarðarbúa er sú, að hún er knúin áfram af óseðjandi nýtingarþörf í veldisvexti og í því felast grundcallarmistök.
Hermt er að Albert Einstein hafi sagt almennt um mistök, að ef menn ætluðu sér að læra af þeim og bæta sitt ráð, fælist kolröng leið í því ef nota ætti sömu hugsun við það og olli þeim.
Þetta gildir um íslenska orkustefnu. Eina ráðið, sem síbyljukórinn um að tvöfalda virkjanahraðann kann, felst í sömu hugsuninni og olli meintum orkuskorti nú til orskuskipta.
Talan, sem vitnar um það er 80 prósent, þ.e. þau 80 prósent af orkuframleiðslu okkar sem fara til erlendra stóriðjufyrirtækja og rafmyntagraftar. Þessi talar hækkar sífellt á kostnað íslenskra fyrirtækja og heimila.
"Popplag í G-dúr, það er engin leið að hætta" sungu Stuðmenn, og hækkuðu sífellt tóntegundina.
Þurfum að hafa hraðari hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem er rangt við tilvitnunina, annað en að hljóma gáfulega en vera auðveldlega afsönnuð, er að hana er hvergi að finna í ræðum og ritum Einsteins og kemur fyrst fram og er eignuð honum nokkrum árum eftir dauða hans. Tilvitnunin fór svo á flug með internetinu, en eins og Abraham Lincoln er sagður hafa sagt: Ekki trúa öllu sem þú lest á internetinu.
Vagn (IP-tala skráð) 27.8.2023 kl. 13:52
Tilvitnunin sú arna er tekin úr uppflettiriti með helstu spekiorðum þekktra manna. Þar er einnig svar, sem eignað er Einstein þegar hann var spurður, hvort hann, sá jarðneskur maður sem mest vissi um alheiminn, tryði á Guð.
Á hann að hafa svarað: Því meira sem ég veit um alheiminn, þvi minna finnst ég vita, en alheimurinn er einfaldlega svo yfirgengilega stórkostlegur, að enginn nema Guð.
Ómar Ragnarsson, 27.8.2023 kl. 22:47
..(framh..) ...gæti hafa skapað hann.
Ómar Ragnarsson, 27.8.2023 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.