31.8.2023 | 21:43
Spennandi óvissa um ástandið framundan í hvalveiðunum.
Spurningin sem nú blasir við í hvalveiðum íslendinga hvort öll hin nýju skilyrði, sem hafa verið sett, muni verða til það mikils trafala, að það nálgist það að jafngilda jafn miklum eða meiri hömlum við veiðaranar og áður giltu og verða ígildi hvalveiðibanns.
Og síðan eru það hinir stórkostlegu fjármunir sem eru í veði varðandi samtök bandarískra stórleikara, sem sjá fyrir framan sig þá megin niðurstöðu, að veiðarnar fái að halda áfram og muni þá gera mikinn usla á hinu stóra sviði í kvikmyndaiðnaði hér á landi með tilheyrandi stórtjóni.
Gæti verið ómögulegt að uppfylla skilyrðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Leikarar ráða engu um staðarval. Og samkeppnin er það hörð að nær enginn þeirra mundi neita hlutverki þó það væri lofgjörð um Kristján Loftsson og tekin upp í Hvalstöðinni. Hvað fluttu margir til Kanada þegar Trump varð forseti?
Veitingastöðum sem bjóða upp á hvalkjöt vegnar ágætlega og eru vinsælir meðal ferðamanna. Og það er stöðugur straumur túrista að skoða hvalveiðibátana. Hvalveiðar laða sennilega að fleiri ferðamenn en þær fæla frá.
Vagn (IP-tala skráð) 1.9.2023 kl. 01:39
Margir af þessum leikurum eru það stórir að þeir eru annað hvort með eigin framleiðslufyrirtæki eða beinir meðframleiðendur að kvikmyndunum. Við skulum því ekki afskrifa áhrif þeirra að óreyndu!
Það er líka stöðugur straumur túrista að skoða Auschwitz en það dettur engum í hug að hefja þar aftur "starfsemi" !
Karl (IP-tala skráð) 1.9.2023 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.