Orðið maður gengur sem rauður þráður i gegnum menntun og menningu.

Það er óhætt að taka undir orð Óla Björns Kárasonar um þær fyrirætlanir að sameina tvo framhaldsskóla á Akureyri, sem eiga sér ólíkan bakgrunni, tilgang og þátt í menntasögu þjóðarinnar. 

Sameiningin ber með sér keim þess hugsunarháttar, að þessar stofnanir séu eins konar verksmiðjur, sem framleiða eigi staðlaða afurð af færibandi. 

Orðin mennt og menning eru dregin af orðinu maður, og menntastofnunum er ætlað að taka þátt í því breiða uppeldishlutverki að að "koma fólki til manns" í sem fjölbreyttastri merkingu þess  orðs. 

Þegar vel tekst til með félagslíf og sköpun lista og afraksturs víðfeðmrar þekkinga verður til afar gefandi og nytsamlegt samfélag, sem byggist á verðmætri hefð og sögu þar sem maður er manns gaman.  


mbl.is Byggist á misskilningi á eðli menntunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þessi pistill er skrifaður með fallegri hugsun og mennsku sem er hróssvert. 

Stytting framhaldsskólans í þrjú ár var að margra mati mistök, ég er sammála því að 4 ár eru betri en 3. 

Þegar þar við bætist að unglingarnir eru að fá þroska í félagslegum samskiptum á þessum tíma er það ekki fallega gert af yfirvöldum að gera menntaskólaárin að Kleppi Hraðbraut. 

Margir minnast menntaskólaáranna sem beztu áranna í lífinu. Auðvitað er það ekki algilt samt.

Andstaðan við þessar breytingar er mjög víða, ekki bara meðal krakkanna í náminu. Þó er alls óvíst að frá þessu verði horfið.

Þetta er gott tækifæri til að staldra við og spyrja sig hvort hagræðingarkröfur hafi ekki gert þjóðfélagið ómennskara en það var, og allskonar kapítalískar ráðstafanir til að auka gróða.

Rannsóknir hafa oft sýnt að framleiðni er meiri ef fólk er hamingjusamt.

Ingólfur Sigurðsson, 7.9.2023 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband