Miðjan í sjúkrafluginu er óhjákvæmlega nálægt þeim stað sem ferðin hefst.

Á almennum fundi um flugvallamál og sjúkraflug fyrir nokkrum árum varpaði ráðamaður fram þeirri skoðun, að leggja ætti Reykjavíkurflugvöll niður og miða allt sjúkraflug við það að miðja þess yrði á Keflavíkurflugvelli. 

Þetta er arfa slæm sýn, því að ferð sjúklinga nær upphafsstað þar sem hún hefst, sem er mun nær Akureyri. Og þar er athugandi að hafa eina af þyrlunum að minnsta kosti. 

Á sama fundi var því varpað fram að allt sjúkraflug ætti að vera framkvæmmt með þyrlum, sem einnig lýsir mikilli vanþekkingu á muninum á þyrlum og flugvélum með föstum vængjum. 

Þyrlur eru að sönnu ómissaandi sem hluti sjúkraflugs, en rekstrarkostnaður þyrlu er að jafnaði fjórum til fimm sinnum meiri en jafnstórrar flugvélar, og þar að auki ráða tæknileg grundvallaratriði flugs því, að flugvélin flýgur bæði tvöfalt hraðar og hærra.  

Í umræðunni í dag er enn verið að sífra um að nýjar gerðir á borð við Osprey ("tilt-rotor") séu að koma til skjalanna, atriði sem líka var talað um fyrir 30 árum og hefur ekki gerst enn, vegna einfaldra flugtæknilegra annmarka. 

P.S. Í athugasemd er fullyrt að í bloggpistlinum krefjist 50 hobbýflugmenn sjúkraflugvélar fyrir sína sérhagsmuni og Akureyringa eina og  Þessi ummæli dæma sig sjálf. 


mbl.is Vill fá eina þyrlu LHG til Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein sjúkraflutningavél staðsett á Akureyri, Annað landsbyggðafólk má hrökkva uppaf svo framarlega sem Ómar og allir hinir 50 hobbýflugmennirnir fá að hafa greiðn aðgang að áhugamáli sínu.

Þetta endalausa tilfinningarunk og tilgerðarlega umhyggju þeirra fyrir velferð sjúklihga er ekkert annað en sérgæska frekjudalla sem hafa ekkert markmið annað en eigin hgsmuni.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.9.2023 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband