Stórbrotnar spár um gervigreindina sýna víðfeðmi málsins og gildi.

Greinilegt er að innrás gervigreindar á öll svið mannlífs og þjóðlífs er að bresta á, og möguleikarnir á áhrfum hennar eru að mati þeirra, sem gerst hafa kannað þessa byltingu, eru stórbrotnir.  

Menn deila aðallega um hve miklir þeir verða og á hve margvíslegan hátt þeir geti orðið að verulega vandasömu viðfangsefni, sem hún mun raska hressilega. 

Þessi álitaefni ættu hins vegar varla að geta orðið svo ofsafengin að allt fari úr böndum. 

Stærsta áskorunin er að halda henni frá því að komast inn á hættulegasta svið númans sem er hina hrikalegu uppsöfnun kjarnorkuvopna þjóða heims, MAD, Mutual Assured Destruction, þar sem ógnarjafnvægið á þessu sviði býður upp á virkni Murphys lögmálsins þar sem treyst er á að allir aðilar séu tilbúnir með að framkvæma þann möguleika að gereyða öllu mannkyni, og það meira að segja margsinnis í leiðinni. GAGA, Gagnkvæm altæk gereyðing allra!


mbl.is Gervigreind geti ekki leitað að haglabyssu í skáp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband