10.9.2023 | 07:00
Hæg, en ískyggileg stigmögnun Úkraínustríðsins.
Langflestar fréttir af vopnavæðingunni í Úkraínustríðinu snúast um öflugri og afkastameiri þungavopn.
þegar það er, ásamt mannaskiptum, dregið ssaman ´eitt verður útkoman oftast hin sama á heildinga litið; stigmögnun stríðsins.
Bakhjarlar staðgengilsstríðsins Úkranínumegin ráða yfir kjarnavopnum, og það gerir Rússlandsher líka sín megin.
Hervæðingarfréttirnar eru því í raun vondar fréttir, fréttir af stigmögnun, sem snúa flestar í eina átt, að auka stríðið og draga það á langinn. Slíkar fréttir geta seint talist góðar eða jákvæðar fréttir, því miður.
Á bakvið liggur hótunin í samræmi við svonefnda MAD-kenningu, Mutual Assured Destruction; á íslensku GAGA, Gagnkvæm altæk gereyðing allra.
Við þurfum fleiri þungavopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er gott og blessað að velta vöngum yfir gangi Úkraínustríðsins, en það loðir við sjónarmið þín, að þau séu einungis úr annari áttinni, eða þeirri sem flestir þægir landar okkar myndu kalla, úr okkar átt.
Þú veist í raun og veru alveg hvernig þetta er með sitt hvor sjónarmið deiluaðila og því veldur það mér nokkrum vonbrigðum að ofurkarl á borð við þig sért svo leiðitamur, eins og þú opinberar hér líkt og endranær í hugleiðingum þínum um þetta skítuga stríð.
Ég ráðlegg þér að íhuga sameiginlega yfirlýsingu G20-ríkjanna til átakana, auk líklega afstöðu flestra annara en okkar svokölluðu Vesturlandabúanna og jafnvel leiða hugann í leiðinni til örlaga kollega þíns, hans Júlíans Assange.
Loks finn ég mig knúinn til að skora á þig að lesa bloggfærsluna frá FRJÁLST LAND hér á blogginu um falsfréttir frá Úkraínu og sérstaklega sláandi athugasemdina frá Lárusi Inga Guðmundssyni um hina hlið málsins.
Jónatan Karlsson, 10.9.2023 kl. 10:31
Með illu skal illt út reka. Sagan kennir okkur að friðþæging skilar bara verri útkomu en lagt var upp með. Saga sovíetsins og síðar rússlands er saga ofbeldis og kúgunar. Landvinningastríð gegn Finnlandi, hernám eystralandsríkjanna og hluta Pólands, kúgun austur-evrópu, innrás í Ungverjaland, innrás í Tékkóslóvakíu, innrás í Georgíu, innrás í Checheniu. Svona mætti lengi telja.
Svo kemur einhver fábjáni og hvetur fólk til að lesa pistla frá þessum heiladauða hálfvita á bloggsíðunnu 'frjálst land". Af vinunum skaltu þekkja þá.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.9.2023 kl. 11:18
Já, af ávöxtunum skaltu þekkja þá.
Jónatan Karlsson, 10.9.2023 kl. 11:23
Sæll Ómar; sem og aðrir lesendur þínir, sem og skrifarar: hjer á síðu !
Ómar; þær eru fyllilega rjettmætar, þínar áhyggjur af framgangi þessa
fáránlega stríðs, svo sannarlega.
Jónatan; ágæti fornvinur, hjer á blog.is !
Hún er með endemum; þjónkun þín við ribbaldahátt Rússneska Sambandslýðveldisins, á hverjum fjandanum, sem gengur.
Gæti hugsazt Jónatan minn; að þú hefðir verið jafn hugfanginn af
Þriðja ríkinu (1933 - 1945) þeirra Hitler´s og Goebbels og fjelaga, hefðir þú verið á ritvellinum á fyrri hluta síðaustu aldar: jafnvel ?
Bjarni !
Mjög tilhlýðileg; þín sögulega upprifjun (í athugasemd nr. 2), Frjálsa landinu þeirra Friðriks Daníelssonar og liðsmanna hans, er varla sjálfrátt í óhugnanlegri aðdáuninni á fjöldamorðingjanum Pútín og hans illyrma gengi.
Furðuleg Bjarni; þjónkun hins Frjálsa lands hjer á Mbl. vefnum gagnvart yfirgangi núverandi Moskvu valdhafa, ekki sízt í ljósi þess, að Frjálst land þeirra Friðriks er eindreginn og skilvirkur andstæðingur þeirra samlanda okkar, sem einna helzt vilja bugta sig og beygja, fyrir Brussel miðstýringunni og þeim sí- vaxandi óhugnaði, sem úr þeirri áttinni stafar, hinni 21. aldar nýmóðins Nýlendu- og Heimsvaldastefnu, víðs vegar á hnettinum, sem stöðugt færist í aukana, þessi misserin.
Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2023 kl. 13:04
Það er vert að minnast ræðu sem Otto von Habsburg, síðasti krónprins Austurríkis, hélt árið 2003, þá kominn á tíræðis aldur. Þar lýsti hann "hrottanum og illmenninu" Putin. Varaði hann ráðamenn Vesturlanda eindregið við honum og hvatti þá til að halda vöku sinni, en á hann var ekki hlustað. The 'Prophecy' of Otto von HabsburgtheTrumpet.comhttps://www.thetrumpet.com › 25867-the-prophecy-of...
Hördur Thormar (IP-tala skráð) 10.9.2023 kl. 16:35
Já eins og Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana gaf yfirlýsingu um og var í fréttum fyrir tveimur dögum, óbilgirni og stríðsæsingur færist í aukana ALLSSTAÐAR, ekki bara í Úkraínu. Ómar hefur alveg lög að mæla.
Það er rétt hjá Bjarna að saga Sovétríkjanna og Rússlands er saga ofbeldis og kúgunar. En kenndi ekki Jesús Kristur að fara tvær mílur ef ofbeldismaðurinn vill fara eina mílu með mann? Kenndi ekki Jesús Kristur að bjóða hinn vangann ef maður er sleginn á annan? Erum við ekki kristin þjóð og meirihlutinn enn í Þjóðkirkjunni? Kenndi ekki Jesús Kristur að maður eigi að elska óvini sína? Eru það ekki andlegu grúppurnar sem kenna að hatrið verði aðeins sigrað með ást og kærleika?
Eða erum við að fara aftur inní ástand eins og ríkti þegar Evrópa átti í blóðugum styrjöldum á hverju einasta ári og drepsóttir herjuðu á löndin sitt og hvað? Myrkar miðaldir, síðmiðaldir, Upplýsingaöldin með öllum sínum styrjöldum?
Jafnvel ég sem hef skrifað af aðdáun um Pútín og slekti hans er að fá nóg eftir að hann lét drepa Prígosjín. Þegar Pútín heftir tjáningarfrelsið og þolir ekki ólíkar skoðanir finnst mér nokkuð langt gengið, þótt Vesturlönd séu varla mikið skárri og fari versnandi.
En særður Pútín er hættulegasti Pútín. Óskar Helgi hefur að vísu rétt fyrir sér að Pútín er hinn versti morðhundur og grimmdarseggur. Margir eru á því að mesta hættan á beitingu kjarnorkuvopna, efnavopna eða sýklavopna sé þegar Rússland sjái fram á tap, eins og núna, eða fer að nálgast.
Engu að síður, Bjarni og aðrir mega vel hafa aðra skoðun en fjöldinn og það er gott, því þannig virkar lýðræðið, og þá helzt skipta menn um skoðun þar sem hægt er að lesa sér til gagns um rök með og á móti.
Enn er ég þó á þeirri skoðun að heimsendir verði ekki þótt Pútín nái Úkraínu, að heimsendir verði frekar ef rússneska birninum er ógnað, heljarmenninu Pútín.
Þetta er snúið mál. Ekki kann ég við fúkyrði Bjarna, því án slíkra skoðanaskipta værum við í einræðisríki.
En þeir sem vilja "illt með illu út reka" og vilja enga friðþægingu kjósa yfir sig og aðra GAGA, MAD, gjöreyðingu allra aðila. Jafnvel ef Pútín yrði sigraður og Rússland eru aðrar hættur í leyni, til dæmis einræðisherrann í Suður Kóreu.
Donald Trump hafði einstakt lag á að komast að samkomulagi við svona stórhættulega menn. Það má kallast einn dýrmætasti hæfileiki þjóðarleiðtoga. Joe Biden hinsvegar lætur vopnaframleiðendur og elítuna teyma sig.
Ingólfur Sigurðsson, 10.9.2023 kl. 17:21
Baráttan um Bretland snerist um yfirráð í lofti
Zelenskyy viðurkenndi loks um daginn að þessi gagnsókn sem staðið hefur yfir lengi og mikið hefur verið hampað mundi aldrei skila neinu meðan Rússanir ráða loftrýminu
Grímur Kjartansson, 10.9.2023 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.