11.9.2023 | 06:39
Jafnvægisleysi sem of mikil uppsveifla skapar.
Stanslaus krafa nútíma hagstjórnar um takmarkalausan og stanslausan hagvöxt getur tekið á sig sérkennilegar myndir eins og atvikið í Zurich sýnir glögglega.
Vandamálið hríslast niður eftir launastiganum og samsetningu þjóðfélagsins, því að ævinlega eru það láglaunastéttir og innflytjendur, sem á endanum þurfa að koma til skjalanna til að leysa grunnvandann, sem er skortur á nauðsynlegri gerð vinnuafls.
Inn í þá keðju vandans sogast eftirsókn flóttafólks og útlendinga eftir störfum, sem mjög tíðkast að bolva án þess að huga nægilega að því, hver grunnorsökin er.
Farþegavél flogið án farangurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hagvöxtur er lífdnsuðsynlegur annars versna lífskjör, en "Takamrkalaus" eru einhverjir órar hjá þér
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.9.2023 kl. 15:20
Nær væri að segja að ónógur hagvöxtur geti tekið á sig sérkennilegar myndir eins og atvikið í Zurich sýnir glögglega. Skortur á starfsfólki skapast oftast vegna launa sem ekki laða fólk að störfunum. Og til þess að hækka launin þarf að auka hagvöxt. Skortur á nauðsynlegri gerð vinnuafls er ein birtingarmynd ónógs hagvaxtar.
Hagvöxt þarf ef fjölga á störfum og/eða auka kaupmátt. Hagvöxtur er það sem fjármagnar fjölgun starfa og/eða aukinn kaupmátt. Eftirsókn flóttafólks og útlendinga eftir störfum er bara fyrir hendi þar sem er hagvöxtur. Í því liggur jafnvægið. Fjölgi störfum eða hækki laun án hagvaxtar þá þarf að leita jafnvægis með því að lækka verðmæti greiddra launa, kallað verðbólga.
Vagn (IP-tala skráð) 11.9.2023 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.