Græðgin frá 2018 komin aftur.

Á yfirborðinu flýtur margt í ferðaþjónutunni þessa síðsumarmánuði, sem virðist girnilegt, metfjöldi ferðamanna og fádæma mannekla við að manna þá innviði sem anna afleiðingum þeirra græðgi, sem nú skapar verðbólgu í gamalkunnu hlutverki.  

En ókostir þessa æðibunugangs eru fleiri, offjölgun á ferðamannastöðum og troðningur, aðsókn flóttamanna, slæmt orðspor og uppblásnar framkvæmdir á viðkvæmum stöðum sem eru ógn við ðræfakyrrðina og ósnortin víðernin, sem eru ómissandi undirstaða undir farsælli lausn þeirra vandamála, sem græðgðin og æðibunugangurinn valda ´varðandi varðveislu mestu verðmæta landsins okkar góða. 


mbl.is Horfur á 2,2 milljónum ferðamanna á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það mætti jafnvel orða þetta þannig að græðgin frá 2007 sé komin aftur. Þá var því haldið fram að Ísland væri bezt í heimi, að enginn endir yrði á gróðanum. Þá var líka orðið ljóst að ekki yrði snúið til baka með Kárahnjúkavirkjun, og hafði verið ljóst í nokkur ár.

Ingólfur Sigurðsson, 13.9.2023 kl. 23:44

2 identicon

Framboð og eftirspurn kæri Watson.  Ef allt væri hér á spottprís yrði það varla til að fækka ferðamönnum.  Ef þú sækjist eftir öræfakyrðinni þá getur þú skoppast út á Reykjavíkurflugvöll og tekið á loft og væntanlega fundið lendingarstað á Sprengisandi.  Átt þitt eigið Ísland þar sem aumur almúginn er ekki að þvælast fyrir þér, hvað þá erlendir ferðamenn og auðvitað ertu sérstaklega vistvænn í allri þinni fwrðamennsku.

Þetta er án efa sjálumglaðasta blogg sem ég hef séð frá þér.  Íslenskur almúgi og erlendir ferðamenn eiga ekki að vera að þvælast nálægt Ómari þegar hann vill njóta öræfakyrrðarinnar.  Þó Ísland eigi ekki Ómar þá á Ómar Ísland.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.9.2023 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband