Verðbólgan vanmetin allt frá árinu 1942.

1942 gerðist það,  að vegna dæmalausrar þenslu í efnahagsmálum af völdum gríðarlegs stríðsgróða rauk verðbólgan í fyrsta sinn á fullveldistímanum upp í marga tugi prósenta. 

Ólafur var forseætisráðherra skammlífrar minnihlutastjórnar og formaður flokks með um 40 prósent atkvæða þetta ár, og sagði digurbarakalega, að engin ástæða væri að hafa áhyggjur af þessu; hægt væri að stöðva verðbólguna með einu pennastriki.  

Þetta reundust hláleg áhrinsorð, þvi að allt fram til þjóðarsáttar 1990 eða í tæpa hálfa öld, réðist ekkert við verðbólguna þrátt fyrir endalausar gengisfellingar og "kapphlaup verðlags og kaupgjalds."

Var Ólafi ítrekað strítt á ummælunum um "pennastrkið."

Á því herrans ári 2022 virðast menn ekkert hafa lært af þessu. 


mbl.is Verðbólgan hafi verið vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég hef orðið var við þau viðbrögð að sumir telji tal um Þjóðarsátt nú dekur við auðvaldið. Áður fyrr voru menn góðir vinir þvert á stjórnmálaflokka, og sumir telja að það hafi verið einhver spilling. Til að verðbólga fari ekki af stað verður stundum að hafa hemil á launahækkunum. Gekk ekki Þjóðarsáttin útá það?

Aftur er orðræðan að ganga útá að nauðsynlegra sé að hækka laun en að halda aftur af verðbólgunni.

Amma mín var mikil sjálfstæðiskona. Samt talaði hún ekki um að það þyrfti að hækka laun. Þau afi lifðu við fátækt stóran hluta ævinnar. Á kreppuárunum og þegar allir flykktust á mölina var mjög erfitt að lifa. Húsnæðisskorturinn slíkur að margir voru með fjölskyldur inni á sér. Þótti ekki tiltökumál.

Amma lagði alltaf áherzlu á að gera gott úr kringumstæðunum. Sparnaður var keppikefli. Hún saumaði úr afgöngum og reynt var að fara vel með hluti.

Þessar hagsýnu húsmæður stjórnuðu heimilunum vel. 

Eitt af því sem ég lærði af ömmu minni var að vera ekki að öfundast útí ríkt fólk. Hún viðurkenndi stéttaskiptingu og að lítið væri við henni að gera. Alltaf að sýna náungakærleika, aldrei að fyllast af öfund eða einhverju sem var hluti af syndunum, dauðasyndunum sjö eða eitthvað, hún var alveg hörð á því. Mjög góð siðfræði þar, kristileg.

Síðan hefur maður auðvitað heyrt allskonar öðruvísi sjónarmið sem hafa haft áhrif á mann.

Ingólfur Sigurðsson, 15.9.2023 kl. 12:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til að skilja verðbólgu þarf fyrst að átta sig á því að orðið sjálft er röng þýðing á hugtakinu "inflation" sem á við um það þegar eitthvað "blæs út" eða vex að umfangi. Það sem er í þessu sambandi átt við að vaxi að umfangi er ekki verð á vörum og þjónustu heldur peningamagn í umferð, en langmest af því er búið til með "pennastriki" eða nú til dags með rafrænu ígildi þess í tölvukerfum bankanna. Þegar peningamagn í umferð eykst of mikið leiðir það svo til verðhækkana vegna þess að þá eru meiri peningar en áður að elta sömu vörur og þjónustu. Dæmi: Ef það eru til 100 peningar og 10 fiskar þá kostar hver fiskur 10 peninga. Ef það eru svo búnir til 100 peningar í viðbót þá eru til 200 peningar og sömu 10 fiskarnir en þá kostar hver fiskur 20 peninga. Þetta mælist sem verðhækkun en hún varð ekki vegna þess að verðið hafi "vaxið að umfangi" heldur var það magn peninga í umferð sem óx að umfangi. Fiskarnir urðu ekki dýrari heldur varð hver peningur minna virði en áður í fiskum talið. Þar sem yfir 90% peningamagns í umferð er búið til með pennastrikum (rafrænum ígildum þeirra) er ekki hægt að stöðva virðisrýrnun þess með fleiri pennastrikum. Það sem þarf að gera er að hætta pennastrikunum sem auka peningamagnið ("inflation") og þá stöðvast verðbólgan.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2023 kl. 14:48

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Verðbólgan nú er ekki vegna einhvers sem gerðist 2022 heldur vegna gríðarlegrar peningaprentunar sem hófst árið 2020 og var farið í vegna þess að samfélaginu var skellt í lás án þess að sú aðgerð hafi skilað neinu nema tjóni.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2023 kl. 15:20

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Laukrétt Þorsteinn.

Það dapurlega er að það var hástöfum reynt að vara við þessum afleiðingum en stjórnvöld skelltu skollaeyrum við þeim aðvörunum. Þegar verðbólgan kom svo óhjákvæmilega þóttust þau ekki kannast við neitt og hafa látið eins og þetta hafi verið eitthvað óvænt sem þau hefðu ekki getað afstýrt.

Annar stór orsakaþáttur er svo skortstefnan á húsnæðismarkaði sem hefur valdið gríðarlegum eftirspurnarþrýstingi og keyrt upp húsnæðisverð. Vegna þeirrar rökvillu að reikna húsnæðisverð inn í neysluvísitölu hefur þetta aukið enn frekar við mælda verðbólgu á undanförnum árum.

Allt eru þetta afleiðingar slæmra ákvarðana og á ábyrgð stjórnvalda.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2023 kl. 15:32

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég tek undir með ykkur Guðmundur og Þorsteinn. Ég steingleymdi þessu atriði sem er eitt það stærsta, peningaprentunin og magn peninga í umferð. Ýmsir pólitíkusar hafa hag af því að láta fólk gleyma því. 

Ingólfur Sigurðsson, 15.9.2023 kl. 20:02

6 identicon

Sem sagt: Lögverndaður þjófnaður af almúganum!sealed

Þjóðólfur í Verðbólgu (IP-tala skráð) 15.9.2023 kl. 22:02

7 identicon

Og eins og þessa hálfu öld þá er söngurinn nú orðinn sá sami: einhverjum öðrum um að kenna og nú ætla ég að fá hærri kauphækkun en síðast. 

Íslenskur almenningur munu aldrei læra það né viðurkenna að launakröfur almúgans séu einn stærsti áhrifavaldur verðbólgu.

Vagn (IP-tala skráð) 16.9.2023 kl. 00:25

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vegn. Leiðin til að halda aftur af launakröfum vinnandi fólks er einföld. Hættið að ræna það með því að búa til verðbólgu og hækka vexti upp úr öllu valdi.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2023 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband