27.9.2023 | 09:14
Mótsögnin, sem felst oft í því sem auglýst er og því sem fæst.
Náttúra Íslands er oft auglýst sem svo einstæðu fyrirbæri í veröldinni, að hún sé helsta aðdráttaraflið fyrir ferðafólk. Það fylgir oft með að kyrrð og friður í ósnortnum víðernum sé líka heillandi.
Í þessu tvennu leynist óþægileg mótsögn, sem sé sú, að sé ferðamannafjöldinn aukinn stórlega minnka líkurnar á því að upplifa hið seiðandi mál víðernanna.
Mótsögnin getur líka átt við staði með iðandi mannlíf, svo sem birtist í mótmælum íbúa Bardelona fyrir nokkrum árum við þeim gríðarlega massatúrisma, sem keyrður væri áfram þar í borg.
Við það væri fórnað tðfrunum, sem borgin og líf fólksins þar hefðu upp á að bjóða.
Hér á landi er í gangi hæg en lúmsk tilhneiging til að reisa mannvirki af ýmsum toga sem víðast og tefla þannig töfrum hinnar ósnortnu náttúru í tvísýnu.
5 bæir sem mælt er með að heimsækja frekar en Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má vel vera að Ísland sé auglýst sem einhver óspillt náttúruparadís. En þegar þú ert svo illa upplýstur að halda að þú getir upplifað óspillta náttúru landsins í dagsferð frá borginni þá færðu gullna hringinn og bláa lónið. Þannig er þetta alstaðar í heiminum, hjörð af túristum í leit að fyrirhafnalausri upplifun ósnortinnar náttúru í tveggja daga stopover til Evrópu.
Það er fjölmargir staðir á Íslandi sem standa undir hæpinu um ósnerta náttúru þar sem kyrrðin ríkir. Þar er hægt að nefna hálendið, vestfirði, austfirð, snæfellsnes og jafnvel Helgafell i Hafnarfirði, Esjuna og Glym í Hvalfirði. Allt staðir sem ekki eru undirlagður massatúrisma. En það kostar fyrirhöfn að komast þangað, alveg eins og alstaðar annarsstaðar í heiminum.
Þeir aem koma til að upplifa Ísland á tveimur dögum fá það sem þeir borga fyrir.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.9.2023 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.