Bensínstöðina við Laugaveg 180 þyrfti að færa til upprunalegs horfs.

Enn er á lífi í Reykjavík fólk, sem man eftir því sem bernskuminningu þegar bensínstöðin við Laugaveg 180 var reist.  

Það sem var mest áberandi við hana var, að hún leit út eins og flugvél, sem sneri í vestur með uppsveigðum vængjum líkt og sjá má á mörgum flugvélum. (Dihedral). 

Síðar var annar vængurinn rifinn af, en af af því að þessi bensínstöð er sú elsta, sem nú er lagt til að vernda, væri alveg tilvalið að breyta henni úr hinu vængbrotna ástandi í það, sem hún var í upphafi, eins og tilbúin til flugtaks. 

Þótt það sjáist litt utan frá var frá upphafi rekin smurstöð í þessari byggingu, sem vel mætti athuga að gera að eins konar fornminjum. 


mbl.is Leggja til friðun fjögurra bensínstöðva í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yrði Nesti, teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni, ekki friðað í dag?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 4.10.2023 kl. 22:41

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Henni verður "breytt" í blokk, sannaðu til.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.10.2023 kl. 23:48

3 identicon

Þeir sem farið hafa þarna um nýlega hafa væntanlega tekið eftir því að þessi "bensínstöð" er ekki lengur bensínstöð heldur hraðhleðslustöð. Þá er verslunin orðin hið ágætasta bakarí, brauð og co,  Veit ekki með smurstöðina, kannski lifir hún ennþá.  Það má spyrja sig hvað á að vernda, bensínstöð sem ekki er lengur til eða bakarí og hraðhleðslustöð.  Bakaríið sem enn er á leikskólaaldri eða hraðhleðslustöðina sem á sér sögu sem varla spannar vikur, örugglega ekki mánuði, hvað þá áratugi.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.10.2023 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband