Vaxtarhugmyndirnar virðast takmarkalausar.

í fyrra settu forsvarsmenn um sjókvíaeldi fram kröfur sínar um framtíðarstefnu í þeim málum, sem byggðust á því að á tíu árum yrði það tífaldað hér á landi, og að stefnt yrði einbeitt að því að framleiðsluverðmæti þeirra yrðu allt að 500 milljarðar á ári! 

Þeim, sem leist ekki á blikuna, var lýst sem óvinum landsbyggðarinnar og þaðan af verra, og var þó að hluta til um andófsfólk að ræða á borð við meirihluta Seyðfirðinga, sem vilja bægja þessum ósköpum frá sér. 

Hvort einhver 60 prósenT aðspurðra i skoðanakönnunum séu andvíg þessum brjálæðislegu aðgerðum skiptir í ljósi reynslunnar ekki nokkru minnsta máli í þessu sambandi. 

Útlenda fjárfestingarféð sem streymir hingað frá Noregi sannar hina gömlu reynslu dæmisögunnar, að asni, klyfjaður gulli, kemst yfir hvaða borgarmúr, sem er. 


mbl.is 60% andvíg fiskeldi í sjókvíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Útlenda fjárfestingarféð se....", "Um utanbæjarmann var að ræða", "Hundurinn var aðkomuhundur" o.s.frv.  Þegar aðalatriðin vefjast ekki fyrir mönnum.

Vagn (IP-tala skráð) 6.10.2023 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband