8.10.2023 | 12:57
Verða þúsundir Palestínumanna drepnir?
Í átökum Ísraels og Palestinumanna síðustu áratugi hefur það yfirleitt verið þannig, að fyrir hvern drepinn Ísraelsmann hafa verið drepnir alls tíu sinnum fleiri Palestínumenn.
Ísraelsmenn hafa þegar lýst yfir stríði og því miður virðist stefna í miklu harðari átök en nokkru sinni fyrr, en eru harðlínumenn með mun sterkari tök í núverandi ríkisstjórn en nokkru sinni fyrr.
Yfir 200 Ísraelar látnir í árásunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú berast fréttir af því að a.m.k. 600 manns hafi verið drepnir í óvæntri árás Hamasliða inn í Ísrael, þ.á m. þýskir ferðamenn sem voru á þessum slóðum. Telja má víst að þessar árásir séu að undirlagi klerkastjórnarinnar í Íran í þeim tilgangi m.a. að hleypa í uppnám viðræðum á milli Ísraelsmanna og Sáda um bætta sambúð þessara ríkja.
Ómar spyr hvort þúsundir Palestínumanna verði drepnir. Í byrjun stríðs erfitt að segja fyrir um hve margir muni falla. En þó að Ísraelsmenn hafi verið mjög harðsnúnir í samskiptum við Palestínumenn á "Vesturbakkanum", einkum eftir að Netanyahu tók við völdum með stuðningi harðlínu- og bókstafstrúarmanna, þá er ósennilegt að þeir leggi sig fram um að drepa sem flesta enda hefur dráp Ísraelsmanna á saklausum Palestínumönnum verið eitt helsta vopn í áróðursstríði hinna síðarnefndu og stuðningsmanna þeirra.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.10.2023 kl. 16:41
Hingaðtil hafa þeir talið aðferðir Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni vera vænlegastar til árangurs gagnvart hernuminni þjóð. Og það er ekkert sem bendir til annars en að áfram verði hefndaraðferðum nasista beitt fyrir baráttuaðferðir andspyrnuhreifingar. Við munum líklega enn á ný sjá þá gera árásir gegn heimilum, fjölbýlishúsum, sjúkrahúsum, raforkuverum, vatnsveitum og skólum á næstu dögum.
Vagn (IP-tala skráð) 8.10.2023 kl. 17:17
Vagn. Þú þarft að útskýra þetta betur? Þú getur það líklegast ekki. Bara heyrt þetta í einhverjum bergmálshelli heimskunnar.
ollibolli (IP-tala skráð) 9.10.2023 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.