Mikilvæg "límtúba", Bjarni Benediktsson, að tæmast?

Staöa Bjarna Benediktssonar í ríkisstjórn hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og þar á eftir í skammlífri stjórn hans sjálfs var þess eðlis að það mátti hafa á orði að Bjarni væri límið í þessum tveimur ríkisstjórnum. 

Hann var í valdamesta ráðuneytinu í fyrri stjórninni og forsætisráðherra í hinni seinni, formaður stærsta stjórnmálaflokksins og stóð af sér mótframboð á síðasta landsfundi. 

En tvívegis hafa athafnir náins skyldmennis, sem notið hafa fyrirgreiðslu, orðið honum að fótakefli, og kemur fyrir lítið að lýsa yfir því að vera ósammála færðum rökum umboðsmanns Alþingis um vanhæfi. 

Afsögn Bjarna núna er enn ein viðbótin við alllanga röð af ásteytingarsteinum í núverandi stjórnarsamstarfi sem halda áfram að hrannast upp. 

Ef tekinn er samanburður við Nýsköpunarstjórnina sést að aðeins eitt mál, utanríkismál, sprengdi þá stjórn. 

Límið í þeirri stjórn var Ólafur Thors og einstakur trúnaður á milli hans og Einars Olgeirssonar. 

Ágreiningssmálin nú virðast bæði fleiri og erfiðari en 1947, og hriktir í burðarvirki fleys ríkisstjórnarinnar.  


mbl.is Oddvitarnir ætla að hittast síðar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband