11.10.2023 | 15:01
Úrslitastund að nálgast?
Þegar Halldór Ásgrímsson varð að segja af sér sem forsætisráðherra hér um árið var það fyrst og fremst vegna þess, að sú ætlun hans að stjórna atburðarásinni mistókst herfilega.
Nú er að myndast ástand, sem um margt minnir á þessa sögu, en getur orðið að miklu flóknara og erfiðara viðfangsefni þar sem erfitt er að ráða í stöðuna; og endalokin því farið á óvænta lund.
Frá sjónarhóli forsætisráðherrans sýnist vera mikilvægast að úr því að hvort eð er eru lagðir ráðherrakaplar væri skást að nýta tækifærið til að hreinsa málið sem best, bæði hvað varðar hálfgerða stjórnarkreppu en ekki síður gagnvart framhaldinu og stóru málunum, sem leysa þarf í vetur.
En gallinn við það að ráða skakkt í stöðuna eða missa alla stjórn á ástandinu er óskðp einfaldur: stjórnarslit.
Bjarni hafi fært vandann á VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þurfti Halldór Ásgrímsson að segja af sér? Ég er svosem engin unglingur en minnist þess ekki að Halldór hafi þurft að segja af sér, ertu að rugla honum saman við SDG?
En viðurkenni fúslega að líkurnar eru meiri með þér en mér þegar kemur þekkingu á stjórnmálasögu landsins.
Bjarni (IP-tala skráð) 11.10.2023 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.