Oft eins og hráviði hvar sem er.

Þegar umræða er um þörfima á betra regluverki fyrir rafskútur er aðal höfuðverkurinn eftir ef marka má reynsluna af ferðum um um samgðngukerfi borgarinnar, en hann birtist í því að svo virðist sem þorri notenda rafhlaupoahjólanna fari helst ekki eftir neinum reglum um gerð og notkun þeirra.  

Rafhlaupahjólin leysa að vísu margar þarfir og nauðsynjar, en notendurnir virðast jafnóðum skapa fleiri, oft á þann hátt að skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. 


mbl.is Mikilvægt að rafhlaupahjól hindri ekki aðgengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laukrétt, en það versta við þetta er, að menn skilja hjólin eftir á gangstéttunum hvar sem er og láta þau jafnvel liggja þversum á gangstéttinni fyrir gangandi vegfarendum, svo að það verður að koma þeim úr veginum, áður en maður getur haldið ferð sinni áfram. Þetta er náttúrulega alveg óþolandi, og hér hugsa ég um þá, sem eru blindir og sjónskertir og í hjólastólum. Í þeim tilvikum er þetta beinlínis hættulegt. En menn hugsa ekkert um það, og virðist standa algerlega á sama. Því miður. Það er bara ekki svo gott að segja til um, hvað er til ráða í þessum efnum.En það verður eitthvað að breytast í þessum efnum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2023 kl. 14:38

2 identicon

Gangandi vegfarendur eru í hættu að verða fyrir þessum tækjum ef þeir

gæta ekki ýtrustu varkárni.Álag á ökumenn bíla hefur stóraukist vegna

þess að þetta skýst að úr öllum áttum og veldur aukinni slysahættu fyrir

alla. Allt er þetta óskráð og ótryggt og engar reglur sem fylgt er eftir.

magnús marísson (IP-tala skráð) 13.10.2023 kl. 16:28

3 Smámynd: Páll Pálmar Daníelsson

Rétt athugað Ómar og ekki of oft brýnt fyrir almenningi. Sennilega er best að gera notendurna ábyrga. Þeir þurfa að auðkenna sig með síma og tölvubúnaður leigunnar verður að geta skráð nákvæma staðstningu farartækisins á öllum tímum. Þá verður leigutakinn að geta sannað að hann gekk sómasamlega frá tækinu, helst með ljósmynd úr sama síma og notaður var til að panta tækið - að viðlagri 30.000 kr. sekt í ríkissjóð sem innheimt yrði af fullum þunga. Sekt við ölvun á svona tæki verður einnig að vera umtalsverð, enda geta afleiðingarnar af slíku athæfi orðið alveg hroðalegar og verulega kostnaðarsamar fyrir heilbrigðiskerfið.

Páll Pálmar Daníelsson, 13.10.2023 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband