Einn angi af herfilegu ástandi í dýrahaldi og ofbeit í landnámi Ingólfs.

Frétt um vandræðaástand vegna sauðfjárhalds á hðfuðborgarsvæðinu er aðeins angi af því herfilega ófremdarástandi, sem ríkt hefur öldum saman á mestöllum Reykjanesskaganum. 

Skaginn er eitthvert verst útleikna svæðið af völdum ofbeitar á öllu landinu, og hugarfarið að baki því skín vel í því þegar landeigendur á umbrotasvæðinu í fyrsta gosinu við Fagradalsfjall viðruðu hugmyndir um að fá greiddar skaðabætur fyrir gróðurskemmdir á hraunstraumssvæðinu, sem fyrir gosið var svo illa leikið af völdum ofbeitar af völdum sauðfjár þessara sðmu landeigenda, að leitun var að öðru eins á landinu. 


mbl.is Kindur til vandræða á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband