19.10.2023 | 11:03
Ísland - Spánn 4 af 5; gríðarlegur munur á veðri.
Sex daga langri skreppiferð til Spánar á fund skyldfólks, sem hefur flust þangað búferlum, endaði með býsna algengu sýnishorni á þveim gríðalega mun, sem er á búsetuskilyrðum vegna veðurskilyrðinna einn.
Brottfarardaginn var hitinn um frostmark á Reykjanesskaganum og bílar festust í ófærð á stofnbrautum
Á sama tíma var logn og heiðríkja í Álicante og hitinn fór yfir 30 stig; að vísu hár októberhiti, en hitamismunurinn meira en 30 stig!
Það var enn logn, léttskýjað og hitinn í kringum 30 stig þegar farið var til Íslands, en heima beið okkar svo mikið hvassviðri að hliðarvindur með 22 metra vindi á sekúndu gerði það að verkum, sem og sjá má á tengdri frétt, að stefndi í að það truflaði flug tuga flugvéla gesta á Hringborð norðursins.
Þarna er á ferðinni eitt einkenni hlýnandi loftslags, þar sem óvenju miklir og snarpir straumar hljýs lofts hefur neikvæð ástand hér á norðurslóðum.
Fraktflugvél gat ekki lent í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru ekki öfgarnar í veðri sökum hlýnunar komnar um allan heim? Sumar jákvæðar aðrar neikvæðar. Hér í mínu landi vetrar varla lengur en á morgun er spáð mesta austan roki/yfirflóði sjávar síðan í byrjun 19 aldarinnar. Spánn var að þorna upp i sumar, en er fólk þar að leika sér á strondum þar líkt og í júli í venjulegu arferði. Ef allt væri normalt væri orðið haustlegra allstaðar en það er nú
Jón Arnar, 19.10.2023 kl. 19:58
sorry byrjun 20 aldar átti þarna að standa :-)
Jón Arnar, 19.10.2023 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.