24.10.2023 | 22:25
Þarf akstursgjöld sem miðast við breyttan bílaflota.
Tilkoma rafbíla breytir óhjákvæmilega samsetningu og notkun bílaflotans. Þetta mun kalla á breytingar, sem mun krefjast breytinga á rekstursumhverfi þeirra.
Þær breytingar verða að byggjast á sanngirnissjónarmunum, til dæmis varðandi það losna við óréttlátar ívilnanir á borð við þær sem hafa ríkt fyrstu rafbílaárin.
Í Noregi héldu menn fyrst að rafbílar yrðu að jafnaði bíll númer tvð hjá fjðlskyldunum, en raunin varð þveröfug.
Opna þarf á þann möguleika að minni og umhverfisvænni verði bílar númer eitt, en hins vegar verði bíll númer 2 stærri bíll sem borgaði í samræmi við ekna kílómetra.
Rafbílaeigendur ekki greitt fyrir notkun á vegakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá myndi fólk kaupa sér tvo bíla og nota bara bíl nummer 1 og borga ekkert kílómetragjald.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 25.10.2023 kl. 08:00
Það stefnir í það að með ókostum rafmagnsbíla og litlum fjárhagslegum ávinningi af því að kaupa og reka rafmagnsbíl verði meiri bið á orkuskiptum í umferðinni en ríkisstjórnin óskaði og vonaði. Og að loftslagsmarkmið hennar dragist um einhver ár. Hnattræn hlýnun er víst ekki svo alvarlegt vandamál að það skipti einhverju máli hvort notað er rafmagn eða bensín.
Vagn (IP-tala skráð) 25.10.2023 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.