Mælingar leikmanns sem sýna áhrif covid-19 ?

Síðan 1960 hefur síðuhafi stundað sérstakar æfingar í stigahlaupum og skráð hjá sér tímamælingar á þeim.  

Fyrstu árin var hlaupið með notkun skeiðklukku frá jarðhæð upp á 12. hæð í Austurbrún 2, og reyndist mögulegt að ná jafn góðum tíma og hraða lyftan, sem fór þessa vegalengd á 30 sekúndum. 

Í nokkur ár nýttust blokkirnar við Sólheima til þessara æfinga. 

Við búferlaskipti allt til dagsins í dag hefur verið unnt að stunda æfingu af þessu tagi í ýmsum húsum, til dæmis Ræktinni á Seltjarnarnesi á meðan hún var starfræktm, einnig upp stigana í Útvarpshúsinu, og síðustu tíu árin hefur fjðgurra hæða hlaup frá kjallara upp á fjórðu hæð í blokk við Fróðengi verið notað. 

Stigahlaup af þessu tagi hafa þann kost, að með þeim eru hnén notuð til klifurs, tvær tröppur í skrefi, svo að líkamsþun-ginn fer ekki illa með hnén eins og í hlaupum á jafnsléttu. 

Á árunum 2013 til 2022 var tíminn upp stigana furðu jafn, í kringum 30 sekúndur. 

En þá kom Covid-19, og, og hraðinn minnkaði hressilega og þar með jókst tíminn að sama skapi. 

Það var svo sem ekki alveg nýtt fyrirbrigði, pestir eins og lungnabólga gátu haft tímabundin áhrif og sömuleiðis beinbrot. 

En annað var alveg nýtt: Covid varð til þess að tíminn jókst úr 34 sekúndum upp í tæplega 50 sekúndur. 

Nú er liðið eitt ár frá Covid og tíminn er þetta 46-49 sekúndur. 

Stigahlaup reynir á viðbragð, snerpu, hraða, kraft og úthald, svo að þetta er líklega furðu góður mælikvarði.   

En leiðinlegur er hann. 


mbl.is Ný skýring á orsökum langvinnra Covid-einkenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband