Ekki hægt að treysta endalaust á áhættuspil með eldvirknina.

Stórmerkileg heppni hefur verið hingað til yfir eldgosunum á Reykjanesskaga, sem líkast til marka upphafið á nokkurra alda tímabili nýrrar eldvikni á skaganum, sem nú er horft fram á. 

Í stað þess að nýta þann mikla mannauð, sem felst í jarðeðlisfræðingum okkar og einbeita okkur að forvarnaraðgerðum, er ekkert slíkt sérstakt á döfinni, heldur eru jafnvel uppi margvíslegar framkvæmdir víðsvegar um svæðið frá Reykjanestá til Þingvallavatns, sem er morandi í eldstöðvum sem hafa verið virk á sögulegum tíma. 

Bláa lónið, Svartsengi og Grindavík, sem nú eru nefnd, eru ekki aðeins milljarða mannvirki, heldur þéttbýli og orkufyrirtæki sem þjóna bæði byggð og stóriðju á stærstum hluta suðvesturhorns landsins. 

Samhliðs því, sem fleiri staðir bætast við í röð þeirra, sem nú hafa þegar gosið, aukast væntanlega líkurnar á því að áhættuspilshegðunin færi okkur eldgos með hundraða milljarða tjóni.

Svo alger er doðasvefninn í málefnum innviðanna svonefndu, að áfram er unnið ötullega að því að undirbúningi nýs millilanda- og innanlandsflugvelli kenndan við Hvassahraun, sem er, eins og nafnið bendir til, ætlað að vera á einum af ótal hraunum Reykjanesskagans.  

 


mbl.is Lítill viðbragðstími ef kvika kemur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórmerkileg heppni hefur verið hingað til yfir eldgosunum á Reykjanesskaga, sem geta mögulega markað upphafið á nokkurra alda tímabili nýrrar eldvikni, eða verið þau síðustu á skaganum í nokkrar aldir.

Í stað þess að einbeita okkur að forvarnaraðgerðum, nýta þann mikla mannauð sem felst í spámönnum okkar og svartsýnum bloggurum, er ekkert slíkt sérstakt á döfinni. Heldur eru uppi margvíslegar framkvæmdir víðsvegar um svæðið frá Reykjanestá til Þingvallavatns, sem er morandi í eldstöðvum sem hafa verið virk á sögulegum tíma. Halda mætti að tregða jarðvísindamanna til að staðfesta spár og dagsetja komandi eldgos ráði för.

Varla getum við beðið þær aldir eða áratugi sem þarf til að geta með vissu sagt hvort eldgosin á Reykjanesskaga hafi markað upphafið á nokkurra alda tímabili nýrrar eldvikni á skaganum eða hvort þau voru bara skammvinnt frávik, túristagos, sem ekki náði virkni í hálfan áratug. Við þurfum að hlusta á spámennina og setja hundruð milljarða í forvarnir strax. Og hefja uppbyggingu og undirbúning að flutningi þjóðarinnar til öruggara svæðis fjærri gosösku, gasmengun og hraunrennsli....Noregs. Því gosið í Vestmannaeyjum kenndi okkur að næsta gos gæti komið upp í Laugardalnum og Skaftáreldar að það gæti gert landið óbyggilegt.

Vagn (IP-tala skráð) 28.10.2023 kl. 23:26

2 identicon

Það er engin marktækur sem í alvöru er að spá í flugvöll í Hvassahrauni.  Það er eins og að hafa nýja stoppistöð á milli Laugavegar 166 (skatturinn) og 176 (útvarpshúsið), fáránleg hugmynd.  Það væri hinsvegar holt fyrir marga að átta sig á því að úthverfaliðið er ekki með þann daglega ásetning að mæta á Austurvöll, standandi þar allan daginn, gónandi á Alþingi og fara svo heim og horfa á RUV.  Flestir frá úthverfunum eiga áfangastað í öðru úthverfi vegna vinnu.  Þess vegna er þetta borgarlínukjaftæði dæmt til að mistakast.  Sá sem býr í Kópavogi og vinnur í Grafarvoginum er ekki að fara að taka strætó niðurá Lækjartorg og skipta þar. Hugmyndin um miðbæ Reykjavíkur sem miðstöð almenningssamgangna er gott fyrir túrista en gagnslaust fyrir íbúa.

En að efni pistilsins, stærsti hluti Hafnarfjarðar og Garðabæjar stendur á Búrfellshrauni sem er ekki nema ca. 800 ára. Ef á að velja landsvæði á Íslandi þar sem litlar sem engar lýkur eru á gosi eru austfirðir og vestfirðir vænsti kosturinn, þar hefur ekki gosið í milljónir ára, en þá eru það snjóflóðin.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.10.2023 kl. 02:01

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er fráleitt að það geti komið upp gos í Laugardalnum heldur afvegaleiðir slíkt tal umræðuna. Hins vegar var tiltolulega stutt síðan að Vestmannaeyjar höfðu myndast. 

Ómar Ragnarsson, 29.10.2023 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband