Framkvæmdaleyfi í gildi fyrir virkjun í Eldvörpum! ??

Fyrir nokkrum árum var, ef rétt er munað, veitt framkvæmdaleyfi fyrir gufuaflsvirkjun í Eldvörpum!  Byrjað var á því að gera borplön! 

 

Nú gæti hver farið að verða síðastur að reisa þessa virkjun hið snarasta ef menn ætla að æða í virkjun þarna og verða á undan hugsanlegu eldgosi, sem nú er talið líklegasta framvindan

Undir Svartsengi og Eldvörpum er sameiginlegt orkuhólf, en vegna rányrkju svæðisins, er þetta merki um örvæntingu virkjanamanna, því að viðbótarvirkjun mun aðeins hraða tæmingu orkuhólfsins!

Í viðtengdri frétt um skjálfta og landris á þessu svæði er greint frá því að undir því sé stórt kvikuhólf! 

Allt ofangreint er því miður með upphrópunarmerkjum, því að ruglið sem skín út úr virkjanastefnunni er yfirgengilegt.    


mbl.is Saga jarðhræringa í Svartsengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri lítið framkvæmt frá Breiðafirði til Berufjarðar ef ekkert mætti gera þar sem eldgos getur hugsanlega orðið. Og mánaðarlegt upphlaup jarðvísindamanna með athyglissýki er best að taka sem hverju öðru skemmtiatriði. Kannski geta þeir fengið fast innskot -gosin í pípunum- í þátt Gísla Marteins.

Vagn (IP-tala skráð) 31.10.2023 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband