Fjölbreytnin er mesta auðlindin. Nýr veruleiki.

Fjölbreytnin í ílenskum náttúru- og menningarverðmætum skín út úr þeim dæmum sem Lonely Planet nefnir og mælir með fyrir ferðafólk á Íslandi. 

Grunnástæðan felst í þeim miklu möguleikum, sem einstæð blanda, samspil og átök jarðelds og ísa skapa og endurspeglast síðan í fjölbreytni í menningarlífinu og þjóðlífinu. 

Síðustu dagarnir hafa til dæmis leitt fram alveg nýjan veruleika, sem Vestmannaeyingar kynntust óvænt á sjöunda áratugnum og er nú að renna upp fyrir íbúum Suðurnesja. 

Í deilunum um stóriðjustefnuna um síðustu aldamót töluðu stóriðjudýrkendur alla möguleika til vaxtar ferðaþjónustu niður og töldu fánýtt óráðshjal; bjuggu til síbylju um fjallagrasatínslu í þeirri umræðu. 

Síðan kom Eyjafjallajökull og ferðaþjónustan skóp mesta efnahagsuppgang Íslandssögunnar á aðeins sex árum.  


mbl.is Lonely Planet mælir með þremur íslenskum stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og megnið af því sem Lonly Planet telur upp er manngert og mundi kalla á hávær mótmæli umhverfisverndarsinna ef ætti að gera núna.

Síðustu dagarnir hafa leitt fram gamlan veruleika, múgæsingu sem byggir á því að eitthvað geti mögulega skeð og því að leikmenn og fjölmiðlar auglýsa grimmt verstu mögulegu sviðsmynd þó mjög ólíkleg sé. Jarðvísindamenn sem lýsa ástandinu eru settir á síðu þrjú á meðan gamall hræddur grunnskólagenginn lögreglustjóri, helluleggjari og rekstraraðili rútufyrirtækis sem tjá sig um jarðfræði og það sem þeir halda um hegðun kviku eru settir á forsíðu.

"Í deilunum um stóriðjustefnuna um síðustu aldamót töluðu stóriðjudýrkendur alla möguleika til vaxtar ferðaþjónustu niður og töldu fánýtt óráðshjal." Og þá töluðu andstæðingar stóriðju og virkjanna um að þannig framkvæmdir væru hið mesta óráð sem kæmi í veg fyrir alla fjölgun ferðamanna og mundi rústa þeirri sem fyrir væri.

Síðan kom hrunið með miklu falli krónunnar sem virkaði sem kröftug innspýting í ferðaþjónustuna og síðan Eyjafjallajökull sem kom okkur á forsíður blaða hjá þjóðum sem vissu varla að við værum til. Til samans skóp þetta mesta efnahagsuppgang Íslandssögunnar á suðvesturhorninu á aðeins sex árum. Efnahagsuppgang sem jafnaðist á við uppganginn sem stóriðjustefnan hafði skapað á austurlandi og enn er ein helsta stod fjórðungsins.

Vagn (IP-tala skráð) 7.11.2023 kl. 12:37

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Orðið gikkur í orðabókinni er sagt vera matvandur maður, flón eða gikkur á byssu. Þrenna sem á við nú. Gikkskjálftar eru sagðir verða þegar kvika flæðir inn í jarðlög. Vísindamenn á Veðurstofu þau Kaldalón og Kristín yfirmaður hans hafa endurtekið nú og áður þegar gaus við Litla Hrút: Talið að litlar líkur séu á að það gjósi á þeim stað þar sem þeirra verður fyrst vart. Yfirmaður Bláa lónsins hefur og áréttað það sama í viðtölum við fréttamenn. 

Það má og minna á að við Eldvörpin eru nokkrir hólar, dulúð umvafðir. Um þá leikur þokukennt hitauppstreymi. Á stundum sést ekki í næsta göngumann en þá  birtir upp og staðurinn tekur á sig helgi. Eldvörpin eru náttúrulegir gersemar sem þola ekki mikinn ágang.

Ómar hefur í skrifum sínum um dýrðlega staði Íslands undirstrikað mikilvægi Eldvarpanna í hinni mögnuðu ásýnd. Stað sem varpar innsýn í eldgosasögu landsins. Eyju eldgosa í miðju Norður-Atlandshafi sem byggðist upp með lögum af hraungosum. Endurtaka má að Reykjanesskaginn er stór og tvö nýleg gos hafa verið fjarri byggð.

Sigurður Antonsson, 8.11.2023 kl. 00:15

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hef verið að horfa á Stiklurnar, þvílíkar perlur. Sakna þess að fá ekki oftar að sjá og heyra í Ómari. Það ætti að vera með stérstakan þátt t.d. á RUV2 , þar sem fari er yfir nátturperlur á Íslandi, má vera gamlat efni líka. Fá menn eins og Þorvald Þórðarson, nú og svo Ómar líka. Í Japan, fara menn ekki á eftirlaun og hætta. 

Sigurður Þorsteinsson, 8.11.2023 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband