Ósýnilegir óvinir eru ávallt erfiðir viðfangs.

Eftir því sem mælitækni við það viðfangsefni að þekkja sem skást þann ósýnilega vágest, sem hraunkvikan í og við bæjardyr Grindavíkur er, verða fjölbreyttari og nákvæmari, er svo að sjá, að þessi rannsóknarframför geti með ósýnileika sínum gert spár og mat vísindamannanna orðið efni í skekkjum í túlkun þeirra. 

Flakkarinn svonefndi í hrauninu í Eyjagosinu "sigldi" efst í hraunstraumnum þar eins og ógnandi risaflykki, nokkur hundruð metra í láréttri fjarlægð frá jaðri hins seigfljótandi hraunflæðis, var að hluta til sýnilegur allan tímann og það gerði auðveldara en ella að berjast við hraunið með stórfelldlri dælingu kælivatns á hraunið til að hamla framrás þess. 

Ástandið í Grindavík og sýnileg áhrif hraunkvikunnar þar, eru hins vegar ekki sjáanleg nema með því að skoða aflögun yfirborðsins yfir kvikunni og aflestur af mælum á sigi hinnar miklu sigdældar sem gerir þessi eldsumbrot svo sérstæð og erfið viðfangs. 


mbl.is Kvikan gæti verið komin á 400 metra dýpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband