21.11.2023 | 17:11
Tólf kílómetra "afgangsstærð" í "jaðarbyggð"?
Of hefur það verið haft á orði á þessari bloggsíðu og hliðstæðum vettvangi hvílíka gersemi er að finna á útjaðri byggðar í Strandasýslu.
Hefur verið tekið svo djúpt í árinni, að enginn, sem hefur sleppt því að fara landveg alla leið norður í Ófeigsfjörð, geti sagt að hann hafi kynnst þessum kynngimögnuðum slóðum.
Af þessum sökum er það þyngra en tárum taki að frétta af því að enn eina ferðina ætli fjárveitingavaldið að svíkja gefin loforð um að lagfæra þá tólf kílómetra sem útaf standa á Veiðileysuhálsi svo að hægt verði að koma á viðunandi vegasambandi allt árið út á þessar tðfraslóðir aðdáenda Árneshrepps og íbúa hans.
Bjarsýnustu vonir að myrkvast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar; sem og aðrir þínir gestir !
Árneshreppur; má mæta áratuga fimbulfambi Reykjavíkur
aðalsins ekkert síður, en aðrar dreifðar byggðir landsins.
Á sama tíma; skal skóflað Milljörðum og aftur Milljörðum
króna í hin og þessi gæluverkefni á Suð- vesturlandinu,
sbr. monthús Landsbankans / Ríkisútvarpið / Þjóðkirkjuna,
að ógleymdu skrautfígúru embættinu suður á Bessastöðum á
Álftanesi - hvar spara mætti drjúgum, með mun ódýrari
Ríkisstjóra:: lausum við punt og prjál, sem viðvarandi
snobb, hvar þar syðra er svo mjög í hávegum haft.
Strandamenn; líkt okkur öðrum á landsbyggðinni, eru
einfaldlega ekki nógu fínir til þess, að njóta þeirrar
þjónustu sem sjálfsögð þykir vera, á Höfuðborgarsvæðinu.
Með beztu kveðjum; sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.11.2023 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.