Gagnrýni á fyrirkomulag vegna aðgerða varðandi jarðskorpuhreyfingar.

Haraldur Sigurðsson jarðeðlis- og eldfjallafræðingur skrifar mjög athyglisverðan pistil á bloggsíðu sinni í dag þar sem hann gagnrýnir það fyrirkomulag og valdheimildir sem eru í gildi hér á landi vegna jarðskorpuhreyfinga. Stjórnunin sé í ólestri ofanjarðar, enda skorti alla sérþekkingu meðal þeirra sem þar eru falin völd á þeim atriðum neðanjarðar, sem aðeins til þess bærir sérfræðingar geti dæmt um.  

Haraldur nefnir Bandaríkin og mörg fleiri lönd þar sem sérstakar stofnanir sjái um slíkt, enda þurfi sem besta þekkingu til þess að beita við svo sértæk svið allt frá upphafi mannvirkjagerðar.  

Nefnt hefur verið í bloggpistlum að allt frá 1954 hafi legið fyrir vitneskja um sprungur og misgengi í bæjarstæðinu í Grindavík.   


mbl.is Fara af neyðarstigi: Íbúar fá rýmri heimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Óþari að vera hræða fólk. Það vita allir að þeir munu deyja. Íslendingar hafa alltaf haft vinninginn við náttúruna og fengið meira frá henni heldur en þann mannskap sem hún hefur látið á móti.

HKL benti á þessa staðreynd fyrir langa löngu. Sjónarmiðið sem kom skýrt fram við stofnun björgunnarsveitar í Grindavík er hollt að menn færust þegar þeir ættu að farast og hvorki viðvaranir eða björgunnarsveitir breyttu dauðastund manna. 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.11.2023 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband