Svipað og pylsa Clintons og icecream soda hjá Hemma.

Oft eru það að því er virðist sáraeinfaldir og litlir hlutir sem virka betur en stórir og flóknir. 

Eitthvað slíkt virtist vera á gangi þegar lítil og einföld ísbúð í Árbænum vakti meiri athygli og umtal en flest annað í Reykjavíkurheimsókn forseta Íslands, 

Minnti það á enn einfaldara atriði í Íslandsheimsókn Bill Clintons hér um árið, - pylsan í skúrnum Bæjarins bestu sem varð á svipstundu þekktasti matstaður landsins. 

Á árum Hemma Gunn á Akureyri var gaman að vera í slagtogi þar í bæ í góðu veðri, helst steikjandi hita. 

Í litilli ísbúð í miðbænum bauð Hemmi upp á fyrirbæri sem nefndist Icecream sóda, en það var eins konar hristingur með ís og gosdrykknum Mix, en sá drykkur var ein Akureyskra gosdrykkja. 

Því heitara og mollulegra sem var við þessa neyslu, því eftirminnilegra. 


mbl.is Móeiður átti hugmyndina að ísferð með forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upplifun forsetanna getur hafa verið önnur en fréttamannanna. Ekkert víst að þeim hafi þótt pulsa eða ís eftirminnilegt úr þeirra heimsóknum.

Vagn (IP-tala skráð) 24.11.2023 kl. 08:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan Clinton var á ferðinni hef  ég séð Bæjarins bestu getið í ferðamannabækliningum. 

Ómar Ragnarsson, 24.11.2023 kl. 15:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skalli er ein af grunnstoðum samfélagsins í Árbæ.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2023 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband