Grindavíkurálitamál í Reykjavík fyrir 42 árum.

Álitamál varðandi sprungusvæði er ekki það fyrsta sem komið hefur upp hér á landi. 

Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982 voru lögð drög að heilmikilli byggð norðaustan við Raauðavatn. 

Davíð Oddsson oddviti þáverandi minnihluta gerði þessar fyrirætlanir að kosningamáli og gekkst fyrir því að hætt yrði við þær þegar hann endurheimti meirihluta í borgarstjórninni. 

Miðað við hið algenga fyrirhyggjuleysi, sem hefur verið landlægt fyrirbæri hér á landi, er svo að sjá að þarna hafi andófsmenn gegn smíði byggðar á þessu svæði verið talsvert á undan sinni samtíð. 

Í Grindavík hefur komið í ljós, að þegar árið 1954 hafi mátt glögg merki þess að byggðin í Grindavíkurbæ væari á sprungusvæði.  


mbl.is Ekki talið óhætt að skoða sprunguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hraun var ekki storknað í bakgörðum Vestmannaeyinga þegar fólk var mætt með búslóðina og skóflu til að moka húsin úr öskunni. Ef svæði var svo grýtt eftir hrun úr hlíðinni fyrir ofan að ekki var hægt að rækta þar tún þótti það tilvalið til að byggja á. Og jafnvel eftir grjóthrun, aurskriður eða snjóflóð er tregða hjá fólki til að flytja nokkur hundruð metra á sléttlendi. Frekar er byggt á rústunum og heimtaðir varnargarðar, sem verja þó ekki neitt ef hinumegin við fjörðinn skapast ógnar stór alda. Fólk sættir sig við sandblásna bíla og hús og býður þolinmótt eftir að eldgos bræði jökul og sópi þorpinu út í sjó. Smá sprunga sem ógnar engum verðskuldar því varla málsgrein í bókaflokknum "Þetta reddast, ritsafn um hættulegar Íslenskar byggðir".

Vagn (IP-tala skráð) 25.11.2023 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband