Vandræðasætið hægra megin að aftan.

Á áttunda áratug síðustu aldar var Ólafur Ragnarsson heitinn ritstjóri Vísis og fékk síðuhafa til að sjá um bílasíðu blaðsins. 

Meðal nýjunga í bílaprófunum var að fá sér hljóðstyrksmæli og mæla hávaðainn inni í bílnum á 70 km hraða á grófum malarvegi, mæla hámarkshraða bílsins á krappasta hluta Hagatorgsins og setjast´sem farþegi í hægra framsættið þannig stillt að stuðningur væri undir lærin, fersta sætið þar og máta síðan rýmið í hægra aftursætinu. 

Þetta geri ég enn í dag og í þessari prófun hefur komið í ljós sá vaxandi galli við rýmið í aftursætinu, að erfitt er að sttíga inn og út ur rafbílunum vegna þess rýmis sem rafhlöðurnar undir gólfinu stela frá fótarýminu. 

þetta er galli á flestum meðalstórum og smærri rafbílum. 

besta rýmið hingað til hefur mælst í Hyondai Ioniq 5, og í flokki smærri og ódýrari rafbíla hefur ORA 3ÖÖ komið skást út.  

Að öðru leyti stunda ég ekki eins umfangsmiklar bílaprófanir og forðum daga. 


mbl.is Þegar stærðin skiptir máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband